Sex ára hestasirkusstelpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 19:31 Svala Björk hikar ekki við að standa á baki Viðju á hnakkanum og gera þar sirkusatriði, merin stendur alltaf alveg kyrr á meðan. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Svala Björk Hlynsdóttir á Selfossi sé ekki nema sex ára þá fer hún létt með að ríða hestum á öllum gangtegundum og sýna sirkusatriði á þeim. Henni finnst þó allra skemmtilegast að leggja á skeið. Svala Björk, sem er nemandi í Sunnulækjarskóla kemst alltaf á hestbak þegar hún vill á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem amma hennar og afi reka myndarlegt hrossaræktarbú og mamma hennar, Þórdís Gunnarsdóttir sér m.a. um tamningar á bænum. Áður en Svala leggur á Viðju þá lakkar hún hófana á henni svo þeir verði ekki þurrir þegar hún fer á bak. Þá er Viðja teymd inn í reiðhöll þar sem Svala Björk skellir sér á baka og ríður nokkra hringi á mismunandi gangtegundum. „Mér finnst skemmtilegast að fara á stökk og svo finnst mér líka skemmtilegt að leggja hnakkinn á Viðju og það er líka skemmtilegt að leggja hana á skeið,“ segir Svala Björk. Hún segist alltaf vera mjög ánægð með Viðju, sem hún á, ásamt frænku sinni. „Já, hún er mjög góð og hún gerir allt sem ég segi henni að gera.“ Svala Björk gerir stundum sirkusatriði á Viðju en þá stendur hún upp á hnakknum á baki og gerir allskonar listir. „Ég ætla að vera hestakona þegar ég er orðin stór, ég er svona dugleg því ég er alltaf á hestbaki en það er það skemmtilegasta, sem ég geri“, segir þessi skemmtilega og efnilega hestastelpa. Vinkonurnar, Svala Björk og Viðja, sem eiga sínar gæðastundir saman nokkrum sinnum í viku í reiðhöllinni á Grænhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ölfus Hestar Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Svala Björk Hlynsdóttir á Selfossi sé ekki nema sex ára þá fer hún létt með að ríða hestum á öllum gangtegundum og sýna sirkusatriði á þeim. Henni finnst þó allra skemmtilegast að leggja á skeið. Svala Björk, sem er nemandi í Sunnulækjarskóla kemst alltaf á hestbak þegar hún vill á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem amma hennar og afi reka myndarlegt hrossaræktarbú og mamma hennar, Þórdís Gunnarsdóttir sér m.a. um tamningar á bænum. Áður en Svala leggur á Viðju þá lakkar hún hófana á henni svo þeir verði ekki þurrir þegar hún fer á bak. Þá er Viðja teymd inn í reiðhöll þar sem Svala Björk skellir sér á baka og ríður nokkra hringi á mismunandi gangtegundum. „Mér finnst skemmtilegast að fara á stökk og svo finnst mér líka skemmtilegt að leggja hnakkinn á Viðju og það er líka skemmtilegt að leggja hana á skeið,“ segir Svala Björk. Hún segist alltaf vera mjög ánægð með Viðju, sem hún á, ásamt frænku sinni. „Já, hún er mjög góð og hún gerir allt sem ég segi henni að gera.“ Svala Björk gerir stundum sirkusatriði á Viðju en þá stendur hún upp á hnakknum á baki og gerir allskonar listir. „Ég ætla að vera hestakona þegar ég er orðin stór, ég er svona dugleg því ég er alltaf á hestbaki en það er það skemmtilegasta, sem ég geri“, segir þessi skemmtilega og efnilega hestastelpa. Vinkonurnar, Svala Björk og Viðja, sem eiga sínar gæðastundir saman nokkrum sinnum í viku í reiðhöllinni á Grænhóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ölfus Hestar Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira