Fótbolti

Al­freð kom af bekknum og breytti leiknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð fagnar með Noah Sarenren Bazee í dag.
Alfreð fagnar með Noah Sarenren Bazee í dag. Alexandra Beier/Getty Images

Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason meiddist gegn er Ísland mætti Danmörku í Þjóðadeildinni í knattspyrnu fyrr í þessum mánuði. Var óttast að hann gæti því ekki leikið með liðinu í leiknum mikilvæga gegn Ungverjum þann 12. nóvember.

Alfreð hóf hins vegar æfingar að nýju með liði sínu Augsburg í vikunni og var á varamannabekk liðsins er það tók á móti Mainz 05 í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var 1-1 á 75. mínútu þegar Alfreð var skipt inn á. Tók það okkar mann aðeins fimm mínútur að leggja boltann á André Hahn sem kom Augsbug í 2-1. Hahn bætti svo við öðru marki sínu í uppbótartíma og leiknum lauk með 3-1 sigir Augsburg.

Sigurinn lyftir Augsburg upp í 4. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sex umferðir. Mainz 05 eru á sama tíma á botni deildarinnar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×