Björn og Rut verðlaunuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 10:50 Eva Björk Harðardóttir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga afhendir Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni viðurkenningu fyrir menningarstarf að Kvoslæk. Dagskráin/Gunnar Páll Pálsson Hjónunum Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð voru veitt Menningarverðlaun Suðurlands á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið er á fjarfundi í gær og í dag. Í tilkynningu segir að verðlaunin séu samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Alls skiluðu sér inn fimmtán tilnefningar um 12 verkefni. „Samkeppni um verðlaun af þessu tagi er mikil enda menningarlíf á Suðurlandi blómlegt og valið var því erfitt. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Tilnefningarnar eru aðeins toppurinn á ísjakanum í því mikla menningarstarfi sem á sér stað í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að fiðluleikarinn Rut og fyrrverandi dómsmálaráðherra Björn hafi staðið fyrir menningarviðburðum á borð við tónleika og fyrirlestrarraðir frá árinu 2011. „Tónleikarnir eru klassísks eðlis og hafa Rut og Björn fengið til liðs við sig fólk bæði úr heimahéraði sem og af höfuðborgarsvæðinu til að flytja fyrir gesti tónverk eftir nokkra þekkta Íslendinga og Bach, Mozart, Mendelssohn svo eitthvað sé nefnt. Rut hefur auk þess átt í samstarfi við kirkjukóra frá Breiðabólstað og frá Odda og Þykkvabæ og hélt hópurinn tónleika í þrennum kirkjum á Suðurlandi. Hafa Rut og Björn lagt sig fram um að efla tónlistarstarf í sveitarfélaginu og hafa t.a.m. boðið nemendum Tónlistarskóla Rangæinga á tónleika, sem haldnir hafa verið í Hlöðunni að Kvoslæk, til að hvetja þau til frekara tónlistarnáms. Klassíska tónlistin sem ómar frá Kvoslæk lyftir fólki og menningunni með og stuðla þau Rut og Björn að fjölbreyttri menningarupplifun í sveitarfélaginu sem og Suðurlandi.“ Segir í rökstuðningi dómnefndar að hjónin á Kvoslæk hafi með drifkrafti sínum og eljusemi vakið verðskuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og hafi komið með ferskan innblástur í menningarlífið á staðnum. Menningarstarfsemi þeirra hafi vakið eftirtekt fyrir fjölbreytni og gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu. Viðburðir þeirra hafi stuðlað að þátttöku íbúa á Suðurlandi og um leið laðað gesti að landshlutanum. Fyrirlestrarnir hafi í flestum tilvikum fjallað um efni sem tengjast Suðurlandi og þannig hafi þau einnig vakið athygli á menningararfi Sunnlendinga. Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hjónunum Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð voru veitt Menningarverðlaun Suðurlands á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið er á fjarfundi í gær og í dag. Í tilkynningu segir að verðlaunin séu samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Alls skiluðu sér inn fimmtán tilnefningar um 12 verkefni. „Samkeppni um verðlaun af þessu tagi er mikil enda menningarlíf á Suðurlandi blómlegt og valið var því erfitt. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Tilnefningarnar eru aðeins toppurinn á ísjakanum í því mikla menningarstarfi sem á sér stað í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að fiðluleikarinn Rut og fyrrverandi dómsmálaráðherra Björn hafi staðið fyrir menningarviðburðum á borð við tónleika og fyrirlestrarraðir frá árinu 2011. „Tónleikarnir eru klassísks eðlis og hafa Rut og Björn fengið til liðs við sig fólk bæði úr heimahéraði sem og af höfuðborgarsvæðinu til að flytja fyrir gesti tónverk eftir nokkra þekkta Íslendinga og Bach, Mozart, Mendelssohn svo eitthvað sé nefnt. Rut hefur auk þess átt í samstarfi við kirkjukóra frá Breiðabólstað og frá Odda og Þykkvabæ og hélt hópurinn tónleika í þrennum kirkjum á Suðurlandi. Hafa Rut og Björn lagt sig fram um að efla tónlistarstarf í sveitarfélaginu og hafa t.a.m. boðið nemendum Tónlistarskóla Rangæinga á tónleika, sem haldnir hafa verið í Hlöðunni að Kvoslæk, til að hvetja þau til frekara tónlistarnáms. Klassíska tónlistin sem ómar frá Kvoslæk lyftir fólki og menningunni með og stuðla þau Rut og Björn að fjölbreyttri menningarupplifun í sveitarfélaginu sem og Suðurlandi.“ Segir í rökstuðningi dómnefndar að hjónin á Kvoslæk hafi með drifkrafti sínum og eljusemi vakið verðskuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og hafi komið með ferskan innblástur í menningarlífið á staðnum. Menningarstarfsemi þeirra hafi vakið eftirtekt fyrir fjölbreytni og gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu. Viðburðir þeirra hafi stuðlað að þátttöku íbúa á Suðurlandi og um leið laðað gesti að landshlutanum. Fyrirlestrarnir hafi í flestum tilvikum fjallað um efni sem tengjast Suðurlandi og þannig hafi þau einnig vakið athygli á menningararfi Sunnlendinga.
Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira