Mourinho hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 07:01 Mourinho var ekki par sáttur á hliðarlínunni í gær. EPA-EFE/Stephanie Lecocq Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020 Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Tottenham Hotspur tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho, þjálfari liðsins, gerði fjölmargar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en stillti samt sem áður upp mjög sterku liði. Leikmenn á borð við Sergio Reguilon, Harry Winks, Giovani Lo Celso, Gareth Bale, Dele Winks, Steven Bergwijn og Vinicius fengu allir tækifæri í byrjunarliði Tottenham í gær. Af þessum voru bara Reguilon og Winks sem spiluðu allar 90 mínúturnar. Mourinho gerði fjórfalda breytingu í hálfleik og sendi svo Harry Kane inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Það breytti þó engu, sóknarleikur Tottenham var afleitur og Antwerpen vann óvæntan 1-0 sigur. Eftir leik sagði José að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik. Þá sagði Portúgalinn að það ætti að kenna sér um tapið því hann væri stjóri liðsins. Four subs wasn't enough for Jose pic.twitter.com/vqz3KVt7MW— B/R Football (@brfootball) October 29, 2020 „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um og hrósað mótherja kvöldsins. Ég myndi frekar vilja hrósa mótherja okkar fyrir frábæran leik í stað þess að kenna okkur um því við spiluðum skelfilega, en ég verð að gera bæði,“ sagði súr Mourinho í leikslok. Tottenham hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð og því má segja að frammistaðan í gær hafi komið verulega á óvart. „Frammistaðan var léleg og úrslitin voru léleg í kjölfarið. Ef það á að kenna einhverjum um, kennið mér um því ég er stjórinn og það er á mína ábyrgð hverjir spila. Ég verð að viðurkenna að leikurinn staðfesti nokkra hluti sem ég var að velta fyrir mér og mun hjálpa mér með ákvarðanir mínar í framtíðinni,“ sagði hinn 57 ára gamli Mourinho að lokum. Hér að neðan má sjá blaðamannafund José eftir leik. "You always ask me, why this player is not playing? Why this player is not selected? Maybe now for a few weeks you don't ask me that, because you have the answer"Jose Mourinho didn't hold back after Tottenham's defeat pic.twitter.com/tN9c8k42R5— Football Daily (@footballdaily) October 29, 2020
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira