Sport

Sleit krossband í hné og verður ekki meira með á leiktíðinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Odell Beckham Jr. gekk af velli í 1. leikhluta í gær vegna meiðsla og nú hefur verið staðfest að um er að ræða slitið krossband.
Odell Beckham Jr. gekk af velli í 1. leikhluta í gær vegna meiðsla og nú hefur verið staðfest að um er að ræða slitið krossband. Justin Casterline/Getty Images

Hinn 27 ára gamli Odell Beckham Junior – leikmaður Cleveland Browns í NFL-deildinni í Bandaríkjunum – mun ekki leika meira á þessari leiktíð. Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné er Browns vann Cincinnati Bengals í gær, sunnudag.

Odell Beckham fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta leiksins í gærkvöld. Félagið staðfesti svo í dag að um slitið krossband væri að ræða. Talið er að útherjinn knái verði frá í sex til níu mánuði vegna meiðslanna.

Beckham hafði farið ágætlega af stað með Browns, gripið 23 sendingar fyrir alls 291.6 metra og skorað þrjú snertimörk.

Browns eru sem stendur í 3. sæti í AFC-Norður hluta NFL-deildarinnar með fimm sigra og tvö töp til þessa.

NFL

Tengdar fréttir

Skoraði óvart og „klúðraði“ leiknum

Atlanta Falcons liðið virðist alltaf finna nýjar leiðir til að klúðra leikjum og það er ekki auðvelt að vera stuðningsmaður félagsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×