Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir í róðrarvélinni í dag. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig CrossFit Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
CrossFit Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti