Ekki til umræðu að loka á flug frá tilteknum löndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 20:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það ekki hafa komið til umræðu að stoppa flug frá tilteknum löndum. Þriðji stóri hópurinn sem var á leið til landsins frá Póllandi í gær greindist smitaður við landamæraskimun á dögunum. „Við erum með það sem sóttvarnalæknir lagði til að væru öruggustu aðgerðirnar á landamærunum, þessi tvöfalda skimun. Hún hefur heldur betur sýnt sig og ég held að það sé engin ástæða til að breyta því þegar faraldurinn er í mikilli uppsveiflu víða í Evrópu,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna hefur leikið lykilhlutverk“ Hann segir mjög jákvætt að faraldurinn sé í rénun hér á landi. „Við sjáum árangur erfiðisins, við sjáum að kúrfan er undan að láta og okkur er að takast að beygja hana og við erum með faraldurinn á niðurleið,“ sagði Víðir. Hann segir einnig mjög jákvætt að sjá að færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins en í vor. Það sé að miklu leiti uppsafnaðri þekkingu að þakka. „Svo er annað jákvætt sem við erum að sjá að það hafa færri þurft að leggjast inn á gjörgæslu og færri veikst alvarlega og það er auðvitað öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem hefur leikið lykilhlutverk í því. Við erum að læra miklu meira á veiruna, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé veikari eða eitthvað slíkt en fyrr, það er bara að þekkingin hefur aukist og við vitum betur hvernig á að bregðast við þegar fólk fer að sýna ákveðin einkenni.“ Þakkar fyrir hvern dag þar sem smitum fækkar Hann segist vongóður að þessi þriðja bylgja faraldursins sé í rénun en segir að það muni taka lengri tíma að sjá hvort hertar sóttvarnaaðgerðir beri þann árangur sem vonast er eftir. „Maður þakkar fyrir hvern dag þar sem við sjáum að smitum sé að fækka og þetta stóra hlutfall þeirra sem eru í sóttkví þegar þeir greinast að það haldi áfram að ver þannig. Að þetta sé smám saman að síga niður,“ sagði Víðir. „Það mun taka einhvern tíma að huga að því að slaka á aðgerðum. Það er ekki að gerast á allra næstu dögum þannig að við þurfum að halda áfram,“ sagði Víðir. Þá skipti miklu máli að fólk þrauki og hafi seiglu í að standa af sér það sem eftir er af þessari þriðju bylgju. Það sé mikilvægt að fólk ræði það við sína nánustu að það sé þreytt á ástandinu og líði kannski ekki vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það ekki hafa komið til umræðu að stoppa flug frá tilteknum löndum. Þriðji stóri hópurinn sem var á leið til landsins frá Póllandi í gær greindist smitaður við landamæraskimun á dögunum. „Við erum með það sem sóttvarnalæknir lagði til að væru öruggustu aðgerðirnar á landamærunum, þessi tvöfalda skimun. Hún hefur heldur betur sýnt sig og ég held að það sé engin ástæða til að breyta því þegar faraldurinn er í mikilli uppsveiflu víða í Evrópu,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna hefur leikið lykilhlutverk“ Hann segir mjög jákvætt að faraldurinn sé í rénun hér á landi. „Við sjáum árangur erfiðisins, við sjáum að kúrfan er undan að láta og okkur er að takast að beygja hana og við erum með faraldurinn á niðurleið,“ sagði Víðir. Hann segir einnig mjög jákvætt að sjá að færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins en í vor. Það sé að miklu leiti uppsafnaðri þekkingu að þakka. „Svo er annað jákvætt sem við erum að sjá að það hafa færri þurft að leggjast inn á gjörgæslu og færri veikst alvarlega og það er auðvitað öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem hefur leikið lykilhlutverk í því. Við erum að læra miklu meira á veiruna, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé veikari eða eitthvað slíkt en fyrr, það er bara að þekkingin hefur aukist og við vitum betur hvernig á að bregðast við þegar fólk fer að sýna ákveðin einkenni.“ Þakkar fyrir hvern dag þar sem smitum fækkar Hann segist vongóður að þessi þriðja bylgja faraldursins sé í rénun en segir að það muni taka lengri tíma að sjá hvort hertar sóttvarnaaðgerðir beri þann árangur sem vonast er eftir. „Maður þakkar fyrir hvern dag þar sem við sjáum að smitum sé að fækka og þetta stóra hlutfall þeirra sem eru í sóttkví þegar þeir greinast að það haldi áfram að ver þannig. Að þetta sé smám saman að síga niður,“ sagði Víðir. „Það mun taka einhvern tíma að huga að því að slaka á aðgerðum. Það er ekki að gerast á allra næstu dögum þannig að við þurfum að halda áfram,“ sagði Víðir. Þá skipti miklu máli að fólk þrauki og hafi seiglu í að standa af sér það sem eftir er af þessari þriðju bylgju. Það sé mikilvægt að fólk ræði það við sína nánustu að það sé þreytt á ástandinu og líði kannski ekki vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13
„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06