Kirkjuhúsið selt einum stofnenda Nikita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 17:34 Kirkjuhúsið hefur verið selt. Vísir/Hanna Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans að því er fram kemur í frétt RÚV. Valdimar, ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, stofnaði fatamerkið Nikita áður en það var selt finnsku íþróttavörusamsteypunni Amer Sports. Kirkjuráð samþykkti tilboð í húsnæðið um miðjan september síðastliðinn en samningnum hefur enn ekki verið þinglýst. Þá hefur ekki fengist uppgefið hver kaupupphæðin hafi verið á húsinu en verð sem sett var á eignina voru 570 milljónir. Húsnæðið hefur ekki verið í notkun í um ár eftir að Biskupsstofa flutti alla sína starfsemi í Katrínartún og lá þá endanlega fyrir að selja þyrfti húsið. Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að selja húsið við Laugaveg 31 en fyrir þremur árum síðan bárust nokkur tilboð í eignina en þeim var öllum hafnað, þar á meðal staðgreiðslutilboði frá M3 Capital ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri að nýir eigendur segist sjá tækifæri í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast þeir koma á fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Húsið hefur ávallt verið talið einstaklega veglegt en það er 1.540 fermetrar að stærð og eru upphleyptar myndir af gríska guðinum Hermesi á svölum hússins. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara fyrir Martein Einarsson Kaupmann og var það reist á árunum 1928-1930. Þjóðkirkjan Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans að því er fram kemur í frétt RÚV. Valdimar, ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, stofnaði fatamerkið Nikita áður en það var selt finnsku íþróttavörusamsteypunni Amer Sports. Kirkjuráð samþykkti tilboð í húsnæðið um miðjan september síðastliðinn en samningnum hefur enn ekki verið þinglýst. Þá hefur ekki fengist uppgefið hver kaupupphæðin hafi verið á húsinu en verð sem sett var á eignina voru 570 milljónir. Húsnæðið hefur ekki verið í notkun í um ár eftir að Biskupsstofa flutti alla sína starfsemi í Katrínartún og lá þá endanlega fyrir að selja þyrfti húsið. Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að selja húsið við Laugaveg 31 en fyrir þremur árum síðan bárust nokkur tilboð í eignina en þeim var öllum hafnað, þar á meðal staðgreiðslutilboði frá M3 Capital ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri að nýir eigendur segist sjá tækifæri í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast þeir koma á fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Húsið hefur ávallt verið talið einstaklega veglegt en það er 1.540 fermetrar að stærð og eru upphleyptar myndir af gríska guðinum Hermesi á svölum hússins. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara fyrir Martein Einarsson Kaupmann og var það reist á árunum 1928-1930.
Þjóðkirkjan Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51