Hæstaréttardómaraefni Trump samþykkt í þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 13:48 Amy Coney Barrett er aðeins 48 ára gömul og gæti setið í hæstarétti næstu áratugina. Hún vildi ekki svara spurningum um afstöðu sína til þungunarrofs og lögmæti sjúkratryggingalaga þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefndinni á dögunum. AP/J. Scott Applewhite Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara í dag. Demókratar sögðust ætla að sniðganga atkvæðagreiðsluna til þess að mótmæla vinnubrögðum repúblikana sem fara með meirihlutann í nefndinni. Mitch McConell, leiðtogi meirihluta Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í dag að greidd yrðu atkvæði um útnefningu Barrett í þingdeildinni þegar á mánudag. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til að staðfesta skipan hennar sem dómara við réttinn til lífstíðar. Repúblikanar eru með 53 þingsæti af hundrað í öldungadeildinni og Mike Pence varaforseti getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn. Tíu fulltrúar demókrata í dómsmálanefndinni, þar á meðal Kamala Harris, varaforsetaefni flokksins, ætluðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna vegna óánægju þeirra með að repúblikanar ætluðu að þvinga staðfestingu Barrett í gegn með flýti fyrir kosningar, að sögn Washington Post. Þeir hafa vísað til þess að McConnell hafnaði að fjalla um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti við dómarann losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar árið 2016. Hélt McConnell því þá fram að of skammt væri til kosninga og að nýr forseti ætti að fá að velja dómaranna. Repúblikanar hafa sagt aðstæður aðrar nú þar sem þeir ráða bæði forsetaembættinu og öldungadeildinni, ólíkt árið 2016 þegar Obama var forsetinn en repúblikanar fóru með meirihluta í deildinni. „Þetta eru þvílík brot á bandarískum hefðum, gildum, velsæmi og heiðri,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Breyttu fundarsköpum Repúblikanar breyttu fundarsköpum til þess að geta haldið áfram með staðfestingu Barrett í embætti. Þau höfðu fram að þessu gert ráð fyrir að ekki væri ákvörðunarbær meirihluti til staðar nema að minnsta kosti tveir fulltrúar minnihlutans væru viðstaddir. Lindsey Graham, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, sagði Barrett eiga skilið að vera skipuð dómari og að þingið myndi staðfesta hana. Sagði hann demókrata hafa „valið að taka ekki þátt“. Þegar Barrett verður staðfest í embætti verða dómarar sem repúblikanar skipuðu komnir í öruggan meirihluta í hæstarétti, sex gegn þremur sem voru skipaðir af forsetum úr röðum demókrata. Þannig gæti dómurinn tekið skarpa hægri beygju til næstu áratuganna. Barrett er talin verða á meðal íhaldssömustu dómaranna við réttinn. Innan við tvær vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum. Töluverðar vangaveltur hafa verið uppi um að nái Joe Biden kjöri sem forseti og demókratar vinni meirihluta í öldungadeildinni gætu þeir reynt að bæta við dómurum við hæstarétt til að jafna hlutföll á milli íhaldssamra og frjálslyndar dómara. Í viðtali við 60 mínútur sem á að birtast um næstu helgi vildi Biden ekki ganga svo langt en sagðist ætla að koma á fót þverpólitískum starfshópi sem eigi að skila tillögum að umbótum á réttarkerfinu og dómaraskipunum verði hann forseti. 🚨THIS ANSWER will drive *a lot* of convo today ... BIDEN says he’ll create a “national commission” to create a plan “as to how to reform the court system”This is part of his intvw w @NorahODonnell on @60Minutes pic.twitter.com/X78BmAW6Hy— Jake Sherman (@JakeSherman) October 22, 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara í dag. Demókratar sögðust ætla að sniðganga atkvæðagreiðsluna til þess að mótmæla vinnubrögðum repúblikana sem fara með meirihlutann í nefndinni. Mitch McConell, leiðtogi meirihluta Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sagði í dag að greidd yrðu atkvæði um útnefningu Barrett í þingdeildinni þegar á mánudag. Aðeins þarf einfaldan meirihluta til að staðfesta skipan hennar sem dómara við réttinn til lífstíðar. Repúblikanar eru með 53 þingsæti af hundrað í öldungadeildinni og Mike Pence varaforseti getur greitt oddaatkvæði falli atkvæði jöfn. Tíu fulltrúar demókrata í dómsmálanefndinni, þar á meðal Kamala Harris, varaforsetaefni flokksins, ætluðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna vegna óánægju þeirra með að repúblikanar ætluðu að þvinga staðfestingu Barrett í gegn með flýti fyrir kosningar, að sögn Washington Post. Þeir hafa vísað til þess að McConnell hafnaði að fjalla um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti við dómarann losnaði tíu mánuðum fyrir kosningarnar árið 2016. Hélt McConnell því þá fram að of skammt væri til kosninga og að nýr forseti ætti að fá að velja dómaranna. Repúblikanar hafa sagt aðstæður aðrar nú þar sem þeir ráða bæði forsetaembættinu og öldungadeildinni, ólíkt árið 2016 þegar Obama var forsetinn en repúblikanar fóru með meirihluta í deildinni. „Þetta eru þvílík brot á bandarískum hefðum, gildum, velsæmi og heiðri,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Breyttu fundarsköpum Repúblikanar breyttu fundarsköpum til þess að geta haldið áfram með staðfestingu Barrett í embætti. Þau höfðu fram að þessu gert ráð fyrir að ekki væri ákvörðunarbær meirihluti til staðar nema að minnsta kosti tveir fulltrúar minnihlutans væru viðstaddir. Lindsey Graham, formaður nefndarinnar úr röðum repúblikana, sagði Barrett eiga skilið að vera skipuð dómari og að þingið myndi staðfesta hana. Sagði hann demókrata hafa „valið að taka ekki þátt“. Þegar Barrett verður staðfest í embætti verða dómarar sem repúblikanar skipuðu komnir í öruggan meirihluta í hæstarétti, sex gegn þremur sem voru skipaðir af forsetum úr röðum demókrata. Þannig gæti dómurinn tekið skarpa hægri beygju til næstu áratuganna. Barrett er talin verða á meðal íhaldssömustu dómaranna við réttinn. Innan við tvær vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum. Töluverðar vangaveltur hafa verið uppi um að nái Joe Biden kjöri sem forseti og demókratar vinni meirihluta í öldungadeildinni gætu þeir reynt að bæta við dómurum við hæstarétt til að jafna hlutföll á milli íhaldssamra og frjálslyndar dómara. Í viðtali við 60 mínútur sem á að birtast um næstu helgi vildi Biden ekki ganga svo langt en sagðist ætla að koma á fót þverpólitískum starfshópi sem eigi að skila tillögum að umbótum á réttarkerfinu og dómaraskipunum verði hann forseti. 🚨THIS ANSWER will drive *a lot* of convo today ... BIDEN says he’ll create a “national commission” to create a plan “as to how to reform the court system”This is part of his intvw w @NorahODonnell on @60Minutes pic.twitter.com/X78BmAW6Hy— Jake Sherman (@JakeSherman) October 22, 2020
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. 13. október 2020 14:58
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent