Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 14:20 Hermann Björnsson hefur verið forstjóri Sjóvár frá árinu 2011. Sjóvá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira