Innlent

Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vonast til að Ísland verði tekið af gráa listanum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vonast til að Ísland verði tekið af gráa listanum. Vísir/Vilhelm

Alþjóðleg­ur starfs­hóp­ur sem vinn­ur gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag og funda um hvort Ísland kom­ist af hinum svo­kallaða „gráa lista“ sem landið lenti á síðastliðið haust.

Ísland lenti á listanum þar sem stjórnvöld voru ekki talin geta sýnt fram á að varnir gegn peningaþvætti hér á landi væru í samræmi við kröf­ur hóps­ins.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra segir í samtali við ViðskiptaMoggann í dag að fulltrúar hópsins hafi gert vettvangsathugunn hér á landi í september síðastliðnum og vonast hún til þess að Ísland losni af listanum í kjölfar fundarins á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×