Segir marga hafa verið í sóttkví við greiningu í gær sé áhöfnin tekin út fyrir mengið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent