„Ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 13:31 Stjörnumenn hafa ekki mátt æfa í tæpar tvær vikur en Grindvíkingar hafa getað það þar sem æfingabann hefur aðeins náð til höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Elín Björg Formaður Körfuknattleikssambands Íslands harmar hve lítið samráð hann telur yfirvöld hafa haft við íþróttahreyfinguna í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ekki sé borin virðing fyrir „fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“. Formaðurinn, Hannes S. Jónsson, vísar í frétt mbl.is um að uppbókað sé í alla tíma í World Class í Ögurhvarfi eftir að stöðin opnaði að nýju í dag eftir tveggja vikna lokun, og skrifar: „Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna, það gleður mig! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi eða konan mín mæta í vinnuna sína á Englahár til að klippa og lita þá sem vilja komast í hársnyrtingu!“ Íþróttir með snertingu hafa verið bannaðar á höfuðborgarsvæðinu frá 8. október vegna útbreiðslu faraldursins, og verða áfram bannaðar til 3. nóvember. Íþróttafélögum á svæðinu var þó gefinn kostur á að hefja æfingar án snertingar, og að uppfylltum fleiri skilyrðum, í dag. Það varð ljóst eftir fund sem Hannes sat í hádeginu í gær, með fulltrúum annarra sérsambanda ÍSÍ og heilbrigðisyfirvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendu hins vegar í gærkvöld út fréttatilkynningu um að íþróttamannvirki þeirra yrðu áfram lokuð næstu vikuna, vegna faraldursins. Erum sett í síðasta sætið Hannes er þeirrar skoðunar að samstaðan sem ríkt hafi í upphafi faraldursins sé horfin. „Staðan í dag er sundung og það er vegna óreiðu yfirvalda og stjórnsýslunnar. Engin veit hver raunverulega ræður í sóttvarnaraðgerðum landsins í baráttunni við COVID hér á Íslandi í dag.“ Nú sé erfitt að vita hvað megi og hvað megi ekki í íþróttum. „Staðan breytist hratt, samráðið er ekkert. Fyrir mér lítur þetta þannig út að það er ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins, íþróttahreyfingunni. Sama hvað við biðjum um mikið samráð og erum tilbúin að vinna með yfirvöldum allan sólarhringinn þá erum við sett í síðasta sætið,“ skrifar Hannes. Pistilinn hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna , það gleður mig ! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi...Posted by Hannes Sigurbjörn Jónsson on Þriðjudagur, 20. október 2020 Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Æfingar leyfðar en húsin lokuð Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. 20. október 2020 12:25 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 62 smitaðir innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. 20. október 2020 11:02 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. 19. október 2020 19:39 Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands harmar hve lítið samráð hann telur yfirvöld hafa haft við íþróttahreyfinguna í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ekki sé borin virðing fyrir „fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins“. Formaðurinn, Hannes S. Jónsson, vísar í frétt mbl.is um að uppbókað sé í alla tíma í World Class í Ögurhvarfi eftir að stöðin opnaði að nýju í dag eftir tveggja vikna lokun, og skrifar: „Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna, það gleður mig! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi eða konan mín mæta í vinnuna sína á Englahár til að klippa og lita þá sem vilja komast í hársnyrtingu!“ Íþróttir með snertingu hafa verið bannaðar á höfuðborgarsvæðinu frá 8. október vegna útbreiðslu faraldursins, og verða áfram bannaðar til 3. nóvember. Íþróttafélögum á svæðinu var þó gefinn kostur á að hefja æfingar án snertingar, og að uppfylltum fleiri skilyrðum, í dag. Það varð ljóst eftir fund sem Hannes sat í hádeginu í gær, með fulltrúum annarra sérsambanda ÍSÍ og heilbrigðisyfirvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendu hins vegar í gærkvöld út fréttatilkynningu um að íþróttamannvirki þeirra yrðu áfram lokuð næstu vikuna, vegna faraldursins. Erum sett í síðasta sætið Hannes er þeirrar skoðunar að samstaðan sem ríkt hafi í upphafi faraldursins sé horfin. „Staðan í dag er sundung og það er vegna óreiðu yfirvalda og stjórnsýslunnar. Engin veit hver raunverulega ræður í sóttvarnaraðgerðum landsins í baráttunni við COVID hér á Íslandi í dag.“ Nú sé erfitt að vita hvað megi og hvað megi ekki í íþróttum. „Staðan breytist hratt, samráðið er ekkert. Fyrir mér lítur þetta þannig út að það er ekki borin virðing fyrir fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins, íþróttahreyfingunni. Sama hvað við biðjum um mikið samráð og erum tilbúin að vinna með yfirvöldum allan sólarhringinn þá erum við sett í síðasta sætið,“ skrifar Hannes. Pistilinn hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Frábært að líkamsræktarstöðvar mega opna , það gleður mig ! En samt má ekki stunda íþróttir í skipulögðu íþróttastarfi...Posted by Hannes Sigurbjörn Jónsson on Þriðjudagur, 20. október 2020
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Æfingar leyfðar en húsin lokuð Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. 20. október 2020 12:25 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 62 smitaðir innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. 20. október 2020 11:02 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. 19. október 2020 19:39 Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Æfingar leyfðar en húsin lokuð Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. 20. október 2020 12:25
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
62 smitaðir innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er umtalsvert lægra en verið hefur síðustu daga. 20. október 2020 11:02
Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41
KKÍ frestar öllu mótahaldi til 3. nóvember: Gera ráð fyrir að leika í Domino's deildunum milli jóla og nýárs KKÍ hefur ákveði að fresta mótahaldi til og með 3. nóvember en þetta var tilkynnt í yfirlýsingu frá sambandinu nú í kvöld. 19. október 2020 19:39
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum