Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 06:57 Undanfarnar vikur hefur kórónuveiran verið í mestri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin fyrr í mánuðinum við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem það mynduðust langar raðir fólks sem var að mæta í sýnatöku. Vísir/Vilhelm Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins sem tók gildi á miðnætti. Enn er tuttugu manna samkomubann um land allt með þeirri undantekningu þó að fimmtíu manns mega koma saman í útförum. Þá skulu skemmtistaðir, krár og spilasalir um allt land áfram hafa lokað. Reglugerðin gildir til 10. nóvember. Á höfuðborgarsvæðinu (í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi) eru þó sérreglur í gildi til og með 3. nóvember. Þær kveða meðal annars á um að allt íþróttastarf sem krefst snertingar sé óheimilt og veitingastaðir sem mega hafa opið skulu ekki loka síðar en klukkan 21. Annars staðar á landinu mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 23. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu skulu áfram vera lokaðar. Þá er starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar er óheimil, til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Annars staðar á landinu er þessi starfsemi leyfð með þeim skilyrðum að fólk beri grímu. Þá er almennt grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta á til dæmis við um almenningssamgöngur, eins og í strætó, ferjum og leigubílum. Ráðherra fór gegn tillögum sóttvarnalæknis Fram eftir degi og kvöldi í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu skuli háttað. Þannig vissu rekstraraðilar líkamsræktarstöðva ekki hvort þeirra starfsemi væri leyfð samkvæmt nýju reglunum. Stöðvunum var gert að loka fyrir tæpum tveimur vikum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu sóttvarnalæknis og heimilaði opnun líkamsræktarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær vegna málsins kom fram að þessi ákvörðun ráðherra byggði á því að jafnræðis og meðalhófs væri gætt. Horft væri til þess að sömu skilyrði giltu um íþróttaiðkun og líkamsrækt, það er að iðka megi hvoru tveggja ef regla um tuttugu manna hámarksfjölda og tveggja metra reglan eru virtar. Þá var einnig þó nokkur óvissa uppi um hvernig íþróttastarfi barna á höfuðborgarsvæðinu skyldi háttað í samræmi við nýju reglurnar. Var til dæmis óljóst hvort skólasund yrði hjá nemendum. Í gærkvöldi barst hins vegar tilkynning frá almannavörnum þar sem greint var frá því að öll íþróttakennsla á höfuðborgarsvæðinu muni fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Þá fellur skólasund á höfuðborgarsvæðinu niður næstu tvær vikurnar. Var ákvörðunin tekin af skóla- og íþróttasviðum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir og að teknu tilliti til leiðbeininga sóttvarnayfirvalda. Auk þessa verða öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu lokuð. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð. Annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, þrátt fyrir tveggja metra regluna, að því er fram kemur í reglugerð ráðherra. Þá er fimmtíu einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er hins vegar að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Minnisblað sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira