Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Líkamsræktarstöðvum var gert að loka í byrjun október. Kórónuveirusmit hafa verið rakin til margra slíkra stöðva, að sögn sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur. Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur.
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira