Sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu sem þjóðaröryggismál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 12:55 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin og Guðfinna Harpa Arnardóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, eru sammála um að tilefni sé til að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið. Þá telur Haraldur að hugsanlega felist sóknarfæri í því fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu í samhengi við þjóðaröryggismál. Afgreiðsla búvörusamninga á Alþingi 2016 sé ein hans helsta eftirsjá í störfum sínum í pólitík. Þetta kom fram í máli þeirra Haraldar og Guðfinnu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Kannski verður sóknarfærið fyrir íslenskan landbúnað þegar við förum loksins að ræða um hluti eins og þjóðaröryggismál. Við erum að horfa núna á alls konar áföll og við stöndum í miðri baráttu við covid-veiru. Það er ekkert að fara frá okkur sá tími að við þurfum að hugsa um hver við erum og við þurfum að framleiða matinn okkar sjálf. Það er svona grundvallarfrumþörf í hverju samfélagi,“ sagði Haraldur. Nokkuð heit umræða hefur skapast að undanförnu um stöðu og afkomu sauðfjárbænda í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt mætti líta á sem ákveðinn lífsstíl. Haraldur sagði ekki koma á óvart að ummælin hafi vakið hörð viðbrögð. „Við höfum í nokkuð langan tíma séð afkomu bænda í þessari grein drabbast og þeir hafa um langan tíma verið launalausir í sínum rekstri, það herðir stöðugt að. Við megum ekki heldur gleyma að þetta er hryggsúla í byggðum margra byggðarlaga,“ segir Haraldur „Við verðum að taka þessa stöðu svolítið alvarlega. Ég fagna kannski að umræðan sé kominn á þann stað að við séum farin að átta okkur á að þetta sé veruleikinn og við getum þá farið að tala inn í framtíðina, hverju getum við breytt og hvað getum við gert. Það eru kannski ekki mörg atriði sem að við þurfum að taka utan um en þau verða mörg umdeild og þau eru að einhverju leiti sársaukafull,“ bætir hann við. Guðfinna segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir því klassíska vandamáli sem blasi víða við frumframleiðslugreinum í matvælaiðnaði, þar sem bæði bændur, afurðarstöðvar og verslun hafa litlar tekjur upp úr krafsinu. „Það er alveg rétt að það eru litlar tekjur í þessu kerfi. Við erum að framleiða frábæra vöru sem okkur finnst einhvern veginn skítt að bera ekki meira úr bítum og raunverulega bara ekki bera þannig úr bítum að við höfum ekki launagreiðslugetu á okkar búum,“ segir Guðfinna. Sú sé staðan á allflestum býlum landsins að bændur geti ekki greitt sér sæmileg laun. „Þetta er því miður þannig að í svo mörgum frumframleiðslugreinum í matvælum að það er bara ekki ásættanleg afkoma, og það er ekki bara á Íslandi,“ segir Guðfinna. Guðfinna Harpa Arnardóttir er formaður Landsambands sauðfjárbænda. „Við þurfum að hætta að horfa á matinn okkar sem dýrann og fara að horfa á hann sem verðmætan. Mat sem er framleiddur eftir ströngustu kröfum, framleiddur með dýravelferð, umhverfismál og svo framvegis í huga, við þurfum bara að vera tilbúin að greiða fyrir þessa vöru, við sem neytendur.“ Tilefni til að endurskoða eða segja upp samningi við ESB Guðfinna og Haraldur voru jafnframt spurð um afstöðu sína til núgildandi tollasamnings við Evrópusambandið. „Ég held alla veganna að reynslan sem er núna af honum, og þær breyttu forsendur sem við erum að horfa á í viðskiptum í við Evrópusambandið með útgöngu Bretlands, séu algjörlega tilefni til að endurskoða eða segja upp þessum samningi,“ svaraði Guðfinna. Haraldur tók í svipaðan streng. „Ég veit að það var frumkvæði utanríkisráðherra núverandi að endurmeta þennan samning og flagga því, eða taka upp endurskoðun hans. Það er alveg ljóst að meginmarkmið hans hafa ekki gengið eftir ef að menn bara skoða tölurnar um það hvernig hann hefur virkað, þá er algjörlega tímabært að, eins og Guðfinna Harpa er að segja, endurmeta þann samning,“ segir Haraldur sem segist til að byrja með aldrei hafa skilið forsendurnar fyrir því að gera þann samning. „Ef ég á að vitna um það sem ég hef séð mest eftir að hafa gert í pólitíkinni á þeim tíma sem ég hef setið þá var það kannski afgreiðsla búvörusamninganna í þinginu 2016 sem að múlbatt þennan tollasamning við þá afgreiðslu. Landbúnaður Alþingi Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin og Guðfinna Harpa Arnardóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, eru sammála um að tilefni sé til að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið. Þá telur Haraldur að hugsanlega felist sóknarfæri í því fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu í samhengi við þjóðaröryggismál. Afgreiðsla búvörusamninga á Alþingi 2016 sé ein hans helsta eftirsjá í störfum sínum í pólitík. Þetta kom fram í máli þeirra Haraldar og Guðfinnu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Kannski verður sóknarfærið fyrir íslenskan landbúnað þegar við förum loksins að ræða um hluti eins og þjóðaröryggismál. Við erum að horfa núna á alls konar áföll og við stöndum í miðri baráttu við covid-veiru. Það er ekkert að fara frá okkur sá tími að við þurfum að hugsa um hver við erum og við þurfum að framleiða matinn okkar sjálf. Það er svona grundvallarfrumþörf í hverju samfélagi,“ sagði Haraldur. Nokkuð heit umræða hefur skapast að undanförnu um stöðu og afkomu sauðfjárbænda í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt mætti líta á sem ákveðinn lífsstíl. Haraldur sagði ekki koma á óvart að ummælin hafi vakið hörð viðbrögð. „Við höfum í nokkuð langan tíma séð afkomu bænda í þessari grein drabbast og þeir hafa um langan tíma verið launalausir í sínum rekstri, það herðir stöðugt að. Við megum ekki heldur gleyma að þetta er hryggsúla í byggðum margra byggðarlaga,“ segir Haraldur „Við verðum að taka þessa stöðu svolítið alvarlega. Ég fagna kannski að umræðan sé kominn á þann stað að við séum farin að átta okkur á að þetta sé veruleikinn og við getum þá farið að tala inn í framtíðina, hverju getum við breytt og hvað getum við gert. Það eru kannski ekki mörg atriði sem að við þurfum að taka utan um en þau verða mörg umdeild og þau eru að einhverju leiti sársaukafull,“ bætir hann við. Guðfinna segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir því klassíska vandamáli sem blasi víða við frumframleiðslugreinum í matvælaiðnaði, þar sem bæði bændur, afurðarstöðvar og verslun hafa litlar tekjur upp úr krafsinu. „Það er alveg rétt að það eru litlar tekjur í þessu kerfi. Við erum að framleiða frábæra vöru sem okkur finnst einhvern veginn skítt að bera ekki meira úr bítum og raunverulega bara ekki bera þannig úr bítum að við höfum ekki launagreiðslugetu á okkar búum,“ segir Guðfinna. Sú sé staðan á allflestum býlum landsins að bændur geti ekki greitt sér sæmileg laun. „Þetta er því miður þannig að í svo mörgum frumframleiðslugreinum í matvælum að það er bara ekki ásættanleg afkoma, og það er ekki bara á Íslandi,“ segir Guðfinna. Guðfinna Harpa Arnardóttir er formaður Landsambands sauðfjárbænda. „Við þurfum að hætta að horfa á matinn okkar sem dýrann og fara að horfa á hann sem verðmætan. Mat sem er framleiddur eftir ströngustu kröfum, framleiddur með dýravelferð, umhverfismál og svo framvegis í huga, við þurfum bara að vera tilbúin að greiða fyrir þessa vöru, við sem neytendur.“ Tilefni til að endurskoða eða segja upp samningi við ESB Guðfinna og Haraldur voru jafnframt spurð um afstöðu sína til núgildandi tollasamnings við Evrópusambandið. „Ég held alla veganna að reynslan sem er núna af honum, og þær breyttu forsendur sem við erum að horfa á í viðskiptum í við Evrópusambandið með útgöngu Bretlands, séu algjörlega tilefni til að endurskoða eða segja upp þessum samningi,“ svaraði Guðfinna. Haraldur tók í svipaðan streng. „Ég veit að það var frumkvæði utanríkisráðherra núverandi að endurmeta þennan samning og flagga því, eða taka upp endurskoðun hans. Það er alveg ljóst að meginmarkmið hans hafa ekki gengið eftir ef að menn bara skoða tölurnar um það hvernig hann hefur virkað, þá er algjörlega tímabært að, eins og Guðfinna Harpa er að segja, endurmeta þann samning,“ segir Haraldur sem segist til að byrja með aldrei hafa skilið forsendurnar fyrir því að gera þann samning. „Ef ég á að vitna um það sem ég hef séð mest eftir að hafa gert í pólitíkinni á þeim tíma sem ég hef setið þá var það kannski afgreiðsla búvörusamninganna í þinginu 2016 sem að múlbatt þennan tollasamning við þá afgreiðslu.
Landbúnaður Alþingi Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira