Ranglát skattlagning við sölu sumarhúsa Ólafur Ísleifsson skrifar 18. október 2020 15:00 Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skattar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Sjá meira
Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar