Skattar og tollar

Fréttamynd

Skattar eru ekki fúk­yrði

Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra?

Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál.

Skoðun
Fréttamynd

Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra

Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Pössum upp á per­sónu­af­sláttinn

ÖBÍ réttindasamtök og Landssamband eldri borgara skora á Alþingi að fresta áformum um gildistöku laga um brottfall persónuafsláttar örorku- og ellilífeyrisþega sem búsettir eru erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónustan og fyrir­sjáan­leikinn

Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til.

Skoðun
Fréttamynd

Sex milljarðar í tekjur af nikó­tíni á næsta ári

Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Neytendur
Fréttamynd

Fyrir­tækin greiða ekki virðis­auka­skatt

Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Á sama tíma, á sama stað

Fyrir ári síðan kom fram frumvarp til fjárlaga. Þar kom fram líkt og lengi hafði verið vitað að gistináttaskattur kæmi til framkvæmda á ný en hann hafði aðeins verið felldur niður tímabundið vegna heimsfaraldurs. Það kom því engum á óvart að hann tæki aftur gildi en það sem fylgdi einnig með í pakkanum – og kom á óvart – voru breytingar á skattinum til hækkunar. Þær breytingar voru endanlega lagðar fram mánuði fyrir gildistöku og skatturinn tvöfaldaðist! Þannig hækkaði þessi sértæki skattur á gististaði með nær engum fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta

Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju þetta tíma­bundna á­lag á útsvarið?

Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. 

Skoðun
Fréttamynd

Aftur til for­tíðar

Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja.

Skoðun
Fréttamynd

Út­svars­aukningin að­eins hugsuð til tveggja ára

Sveitarfélagið Árborg vekur athygli íbúa sinna á því að álag var sett á útsvar í upphafi þessa árs. Íbúar eru hvattir til að hafa þetta í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið. Ítrekað er að útsvarsaukningin er „aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára“.

Innlent
Fréttamynd

Rafrettukóngur og eig­andi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot

Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum.

Innlent
Fréttamynd

Dragi úr virðingu fyrir lögunum

Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­stæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gerir grein starfsmanns Sjálfstæðisflokksins, Kristófers Más Maronssonar á Vísi, að umfjöllunarefni í pistli á Facebook. Hann segir þar hverja rangfærsluna reka aðra en víst er að margir ráku upp stór augu þegar þeir virtu fyrir sér útreikninga Kristófers Más. Villa í reiknivél Tryggingastofnunar virðist leika lykilhlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Kíló­metra­gjaldið verst fyrir þá tekju­lægri

Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann.

Neytendur
Fréttamynd

Svar við bréfi Ernu

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla.

Skoðun
Fréttamynd

Nýfrjálshyggjan er ósjálfbær

Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja að fólk sjái ekki hvernig lýðræðið á vesturlöndum er smátt og smátt að brotna niður vegna ofríkis kapítalismans. Allir innviðir þjóðfélaga eru að meira og minna leiti að brotna niður fram fyrir augunum á okkur en samt er því haldið fram að séum ríkari en áður hafi þekkst. Heilbrigðiskerfi, skólar og vegakerfi búa við fjárskort þrátt fyrir ríkidóminn.

Skoðun
Fréttamynd

„Smækkunar“gler Við­skipta­ráðs

Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum.

Skoðun
Fréttamynd

Tals­menn tolla gefa engan af­slátt

Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lags­legt tap af af­námi tolla

Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum.

Skoðun