Pep ver Agüero eftir atvik gærdagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 12:30 Atvikið sem um er ræðir. Michael Regan/Getty Images Í leik Manchester City og Arsenal í gær kom upp atvik sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum. Sergio Agüero, leikmaður Man City, tók þá í öxl aðstoðardómarans Sian Massey-Ellis eftir að hún dæmdi ekki argentíska framherjanum í hag. Mikil umræða myndaðist hvort Aguero hefði gert slíkt hið sama ef Massey væri karlkyns. Pep Guardiola, þjálfari Man City, kom hinum 32 ára gamla Agüero til varnar eftir leik. "Come on guys. Sergio is the nicest person I ever met in my life. Look for problems in other situations not in this one."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2020 „Sergio er ein besta manneskja sem ég hef kynnst á ævi minni. Ekki vera að leita að vandamálum þar sem það eru engin,“ sagði Guardiola eftir leik. Skoðun Guardiola skiptir þó litlu hér þar sem það stendur skýrt í reglunum að leikmenn megi ekki snerta dómara. Agüero slapp því með skrekkinn. For those asking.IFAB Rule Book:12.3: Sending off offences include physical or aggressive behaviour towards a match official.https://t.co/QOvWT5vyUc— Dr Rosena Allin-Khan (@DrRosena) October 17, 2020 Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, Aston Villa og núverandi starfsmaðru Sky Sports, sagði að Agüero vissi upp á sig sökina og ætti að vita betur. Þó hrósaði hann Massey-Ellis fyrir viðbrögð sín en hún lyfti einfaldlega upp hendinni og benti svo Aguero á að ganga í burtu. Hvað leikinn varðar þá vann City 1-0 sigur á Arsenal þökk sé Raheem Sterling. Það er eflaust sá aðili sem Aguero ætti að vera taka utan um frekar en dómara leiksins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City með mikilvægan sigur á Arsenal Manchester City vann góðan 1-0 sigur á Arsenal í dag. Pep Guardiola hjá Manchester City sigraði þar með sinn gamla lærisvein Mikel Arteta, stjóra Arsenal. 17. október 2020 18:20 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Í leik Manchester City og Arsenal í gær kom upp atvik sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum. Sergio Agüero, leikmaður Man City, tók þá í öxl aðstoðardómarans Sian Massey-Ellis eftir að hún dæmdi ekki argentíska framherjanum í hag. Mikil umræða myndaðist hvort Aguero hefði gert slíkt hið sama ef Massey væri karlkyns. Pep Guardiola, þjálfari Man City, kom hinum 32 ára gamla Agüero til varnar eftir leik. "Come on guys. Sergio is the nicest person I ever met in my life. Look for problems in other situations not in this one."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2020 „Sergio er ein besta manneskja sem ég hef kynnst á ævi minni. Ekki vera að leita að vandamálum þar sem það eru engin,“ sagði Guardiola eftir leik. Skoðun Guardiola skiptir þó litlu hér þar sem það stendur skýrt í reglunum að leikmenn megi ekki snerta dómara. Agüero slapp því með skrekkinn. For those asking.IFAB Rule Book:12.3: Sending off offences include physical or aggressive behaviour towards a match official.https://t.co/QOvWT5vyUc— Dr Rosena Allin-Khan (@DrRosena) October 17, 2020 Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, Aston Villa og núverandi starfsmaðru Sky Sports, sagði að Agüero vissi upp á sig sökina og ætti að vita betur. Þó hrósaði hann Massey-Ellis fyrir viðbrögð sín en hún lyfti einfaldlega upp hendinni og benti svo Aguero á að ganga í burtu. Hvað leikinn varðar þá vann City 1-0 sigur á Arsenal þökk sé Raheem Sterling. Það er eflaust sá aðili sem Aguero ætti að vera taka utan um frekar en dómara leiksins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City með mikilvægan sigur á Arsenal Manchester City vann góðan 1-0 sigur á Arsenal í dag. Pep Guardiola hjá Manchester City sigraði þar með sinn gamla lærisvein Mikel Arteta, stjóra Arsenal. 17. október 2020 18:20 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
City með mikilvægan sigur á Arsenal Manchester City vann góðan 1-0 sigur á Arsenal í dag. Pep Guardiola hjá Manchester City sigraði þar með sinn gamla lærisvein Mikel Arteta, stjóra Arsenal. 17. október 2020 18:20