Skelfilegt gengi Derby heldur áfram | Sarr ekki í leikmannahópi Watford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2020 20:45 Ben Foster, markvörður Watford, hafði það náðugt en hér sést hann skutla sér á eftir skoti Wayne Rooney í uppbótartíma. Nær komust Derby County ekki í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00
Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30