Erlent

Smituðum fjölgaði um milljón í Bandaríkjunum á einum mánuði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Smitum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum.
Smitum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum. Matt Stone/ Getty

Tilfelli kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en átta milljónir frá upphafi faraldursins. Ein milljón Bandaríkjamanna smitaðist síðasta mánuðinn, nú þegar veður er farið að kólna.

Á miðvikudaginn síðasta fjölgaði smitum um heil 60 þúsund, sem er það mesta sem mælst hefur síðan í ágúst og svo virðist sem faraldurinn sé í uppsveiflu viðast hvar en mest í miðvesturríkjunum.

Sérfræðingar hafa lengi varað við því að kaldara loftslag hjálpi veirunni að dreifa sér, þar sem fleira fólk safnist þá saman innandyra en áður. Þá er einnig talið að svokölluð sóttvarnaþreyta, þar sem fólk slakar á sóttvörnunum, spili inn í nýju uppsveifluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×