Nýir símar Apple sagðir innihalda heimsins bestu örgjörva Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 15:37 Vísir/Apple Forsvarsmenn tæknirisans Apple opinberuðu í gær nýjar græjur og þar á meðal nýjar gerðir af símum fyrirtækisins, sem nutu langmestrar athygli. Símarnir kallast iPhone 12, iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Með símunum lofar Apple töluverðri uppfærslu þegar kemur að tæknilegri getu og sömuleiðis styðja þeir allir 5G. Símarnir innihalda nýja gerð örgjörva sem eiga að vera töluvert hraðari og betri en aðrir símaörgjörvar í dag . Apple lofar því að þeir skili betri getu og sömuleiðis betri rafhlöðunotkun. iPhone 12 Mini er með 5,4 tommu skjá, iPhone 12 og 12 Pro eru með 6,1 tommu skjá og Pro Max símarnir eru með 6,7 tommu skjá. Búið er að breyta Super Retina XDR skjánum á þá leið að þeir fylla nú meira upp í símana, sem hafa sjálfir verið endurhannaðir. Nú eru símarnir búnir keramík skildi sem sagður er auka styrk sjáa þeirra til muna. Þá verða símarnir fáanlegir í fimm litum; bláum, grænum, svörtum, hvítum og rauðum. Þar að auki eru myndavélarnar sagðar hafa verið uppfærðar til muna og þá sérstaklega á iPhone Pro símunum. Nýjar linsur eru sagðar bæta getu símanna við dökkar aðstæður um allt að 27 prósent. Tæknimiðillinn The Verge segir að mögulega sé um stærsta framfarastökk myndavéla Apple til margra ára að ræða. Þar muni miklu um hugbúnaðarbreytingar í símunum og það hvernig þeir nota nýju örgjörvana til að vinna myndirnar. Ekki er ljóst hvenær símarnir verða fáanlegir hér á landi. Miðað við upplýsingar á síðu Apple gæti það verið í lok þessa mánaðar eða byrjun nóvember. Fækka snúrum Á kynningunni í gær var opinberað að Apple myndi hætta að láta heyrnartól og spennubreyta fylgja nýjum símum fyrirtækisins. Var vísað til umhverfisáhrifa og þess að þegar séu milljarðar af sambærilegum spennubreytum til í heiminum. Hleðslusnúrur munu sum sé fylgja símunum en ekki spennubreytirinn sem maður stingur í veginn. Appel kynnti einnig nýja tegund snjallhátalara, HomePod Mini. Einnig var MagSafe tilkynnt. Það hefur gömul fartölvutækni verið endurgerð fyrir snjallsíma og gerir notendum kleift að nota segla til að festa ýmsa hluti við síma sína. Þar á meðal þráðlaus hleðslutæki og veski. Hér að neðan má sjá sérfræðinga fara yfir bæði HomePod Mini og MagSafe. Apple Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Innlit í milljarða höfuðstöðvar Apple Höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu kostaði fimm milljarða dollara en hófst undirbúningsvinna við höfuðstöðvarnar árið 2006. 22. september 2020 11:32 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Apple kynnir ný tæki og tól Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. 15. september 2020 12:43 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Forsvarsmenn tæknirisans Apple opinberuðu í gær nýjar græjur og þar á meðal nýjar gerðir af símum fyrirtækisins, sem nutu langmestrar athygli. Símarnir kallast iPhone 12, iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Með símunum lofar Apple töluverðri uppfærslu þegar kemur að tæknilegri getu og sömuleiðis styðja þeir allir 5G. Símarnir innihalda nýja gerð örgjörva sem eiga að vera töluvert hraðari og betri en aðrir símaörgjörvar í dag . Apple lofar því að þeir skili betri getu og sömuleiðis betri rafhlöðunotkun. iPhone 12 Mini er með 5,4 tommu skjá, iPhone 12 og 12 Pro eru með 6,1 tommu skjá og Pro Max símarnir eru með 6,7 tommu skjá. Búið er að breyta Super Retina XDR skjánum á þá leið að þeir fylla nú meira upp í símana, sem hafa sjálfir verið endurhannaðir. Nú eru símarnir búnir keramík skildi sem sagður er auka styrk sjáa þeirra til muna. Þá verða símarnir fáanlegir í fimm litum; bláum, grænum, svörtum, hvítum og rauðum. Þar að auki eru myndavélarnar sagðar hafa verið uppfærðar til muna og þá sérstaklega á iPhone Pro símunum. Nýjar linsur eru sagðar bæta getu símanna við dökkar aðstæður um allt að 27 prósent. Tæknimiðillinn The Verge segir að mögulega sé um stærsta framfarastökk myndavéla Apple til margra ára að ræða. Þar muni miklu um hugbúnaðarbreytingar í símunum og það hvernig þeir nota nýju örgjörvana til að vinna myndirnar. Ekki er ljóst hvenær símarnir verða fáanlegir hér á landi. Miðað við upplýsingar á síðu Apple gæti það verið í lok þessa mánaðar eða byrjun nóvember. Fækka snúrum Á kynningunni í gær var opinberað að Apple myndi hætta að láta heyrnartól og spennubreyta fylgja nýjum símum fyrirtækisins. Var vísað til umhverfisáhrifa og þess að þegar séu milljarðar af sambærilegum spennubreytum til í heiminum. Hleðslusnúrur munu sum sé fylgja símunum en ekki spennubreytirinn sem maður stingur í veginn. Appel kynnti einnig nýja tegund snjallhátalara, HomePod Mini. Einnig var MagSafe tilkynnt. Það hefur gömul fartölvutækni verið endurgerð fyrir snjallsíma og gerir notendum kleift að nota segla til að festa ýmsa hluti við síma sína. Þar á meðal þráðlaus hleðslutæki og veski. Hér að neðan má sjá sérfræðinga fara yfir bæði HomePod Mini og MagSafe.
Apple Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Innlit í milljarða höfuðstöðvar Apple Höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu kostaði fimm milljarða dollara en hófst undirbúningsvinna við höfuðstöðvarnar árið 2006. 22. september 2020 11:32 Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Apple kynnir ný tæki og tól Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. 15. september 2020 12:43 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30
Innlit í milljarða höfuðstöðvar Apple Höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu kostaði fimm milljarða dollara en hófst undirbúningsvinna við höfuðstöðvarnar árið 2006. 22. september 2020 11:32
Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05
Apple kynnir ný tæki og tól Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. 15. september 2020 12:43