Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu: Skipt um leikkerfi

Íþróttadeild skrifar
Birkir Bjarnason er fyrirliði Íslands í kvöld.
Birkir Bjarnason er fyrirliði Íslands í kvöld. vísir/Vilhelm

Sjö leikmenn hafa dottið út úr íslenska landsliðshópnum frá því í 3-0 tapinu gegn Danmörku á sunnudagskvöld. 

Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Alfreð Finnbogason meiddust allir í síðustu tveimur leikjum, og Arnór Sigurðsson hefur ekki jafnað sig af meiðslum sem héldu honum frá keppni gegn Danmörku. 

Þá eru Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson farnir til sinna félagsliða.

Erik Hamrén, sem reyndar getur ekki stýrt íslenska liðinu af hliðarlínunni í kvöld því hann er í sóttkví, er með 19 leikmenn til taks þó að 23 megi vera á leikskýrslu. Byrjunarliðið er töluvert breytt frá síðasta lei og þá hefur verið ákveðið að breyta um leikkerfi.

Ísland spilar 5-3-2 leikkerfi í kvöld.

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu:

Mark: Rúnar Alex Rúnarsson.

Vörn: Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og Ari Freyr Skúlason.

Miðja: Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson.

Sókn: Albert Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson.

Varamenn: Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson, Hjörtur Hermannsson, Arnór Ingvi Traustason, Jón Dagur Þorsteinsson, Mikael Neville Anderson, Kolbeinn Sigþórsson og Viðar Örn Kjartansson.


Tengdar fréttir

Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví?

Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví.

Þjálfarateymi morgundagsins klárt

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld.

Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×