Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 14:25 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, var í viðtali í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. stöð 2 sport Elísabet Gunnarsdóttir segir að hún ákveði eftir tímabilið hvort hún haldi áfram með sænska liðið Kristianstad sem hún hefur stýrt undanfarin tólf ár. Kristianstad vann 1-2 sigur á meisturum Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan Elísabet tók við Kristianstad sem liðið nær í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar og ef liðið endar þar kemst það í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég vil ekki eiga liðið. Það eru margir sem vilja meina að ég eigi liðið en ég vil það alls ekki. Ég er pottþétt búin að undirbúa það í 4-5 ár að þegar einhver tekur við af mér verður þetta vel búið lið sem góður þjálfari getur tekið við. En við erum ekki komin í Meistaradeild Evrópu, ekki búin með markmiðið þannig ég get ekki sagt að ég verði hérna áfram. Ég tek ekki ákvörðun fyrr en tímabilinu er lokið,“ sagði Elísabet í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. Taktíkin gekk fullkomlega upp Elísabet fór vel yfir leikinn gegn Rosengård og hvernig Kristianstad fór að því að vinna hann. „Við vorum ótrúlega staðráðnar í því að vinna þennan leik. Hann skipti sköpum fyrir okkur. Við vorum með ákveðna taktík sem mér fannst ganga nánast hundrað prósent upp,“ sagði Elísabet. „Í rauninni var taktíkin mjög einföld. Oft þegar maður fer og spilar við Rosengård á útivelli er maður með bilaðan fókus á allt sem þær geta gert og hvernig þær geta komist á bak við okkur og skapað færi. Við ákváðum að einbeita okkur að því sem þær geta ekki gert og hundrað prósent einbeitingu á því sem við getum gert. Það er ótrúlega mikill munur á þessu, að einbeita sér að styrkleikum andstæðingsins eða veikleikum hans.“ Draumabyrjun Elísabet segir að Kristianstad hafi ákveðið að setja Rosengård undir pressu í byrjun leiks. Það gaf góða raun því strax á 2. mínútu kom hin finnska Eveliina Summanen gestunum yfir. „Við vonuðust eftir marki snemma en ég viðurkenni að ég bjóst ekki alveg við marki á 2. mínútu. Það var samt ákveðin taktík að koma marki á þær mjög snemma, bakka svo með liðið því þú hápressar Rosengård ekki í Malmö á þessu grasi í heilan leik,“ sagði Elísabet. Ótrúlega erfið deild Eins og áður sagði kemst Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ef liðið endar í einu af þremur efstu sætum sænsku deildarinnar. „Við ætlum okkur að spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er bara þannig. Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því nema að spila leiki í þessari deild í hverri viku að þetta er ótrúlega erfið deild. Liðin eru svo jöfn og það er svo ótrúlega taktískt spil á bak við hvern einasta leik. Við höfum misst leikmenn út en mér finnst við hafa haldið okkur ótrúlega vel við þann fótbolta sem við ætlum okkur að spila. Það var að vera meira með boltann en við höfum nokkrum sinnum verið með og spila út úr pressu sama hvað,“ sagði Elísabet. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Viðtal við Elísabetu Sænski boltinn Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31 Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir segir að hún ákveði eftir tímabilið hvort hún haldi áfram með sænska liðið Kristianstad sem hún hefur stýrt undanfarin tólf ár. Kristianstad vann 1-2 sigur á meisturum Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan Elísabet tók við Kristianstad sem liðið nær í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar og ef liðið endar þar kemst það í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég vil ekki eiga liðið. Það eru margir sem vilja meina að ég eigi liðið en ég vil það alls ekki. Ég er pottþétt búin að undirbúa það í 4-5 ár að þegar einhver tekur við af mér verður þetta vel búið lið sem góður þjálfari getur tekið við. En við erum ekki komin í Meistaradeild Evrópu, ekki búin með markmiðið þannig ég get ekki sagt að ég verði hérna áfram. Ég tek ekki ákvörðun fyrr en tímabilinu er lokið,“ sagði Elísabet í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í gær. Taktíkin gekk fullkomlega upp Elísabet fór vel yfir leikinn gegn Rosengård og hvernig Kristianstad fór að því að vinna hann. „Við vorum ótrúlega staðráðnar í því að vinna þennan leik. Hann skipti sköpum fyrir okkur. Við vorum með ákveðna taktík sem mér fannst ganga nánast hundrað prósent upp,“ sagði Elísabet. „Í rauninni var taktíkin mjög einföld. Oft þegar maður fer og spilar við Rosengård á útivelli er maður með bilaðan fókus á allt sem þær geta gert og hvernig þær geta komist á bak við okkur og skapað færi. Við ákváðum að einbeita okkur að því sem þær geta ekki gert og hundrað prósent einbeitingu á því sem við getum gert. Það er ótrúlega mikill munur á þessu, að einbeita sér að styrkleikum andstæðingsins eða veikleikum hans.“ Draumabyrjun Elísabet segir að Kristianstad hafi ákveðið að setja Rosengård undir pressu í byrjun leiks. Það gaf góða raun því strax á 2. mínútu kom hin finnska Eveliina Summanen gestunum yfir. „Við vonuðust eftir marki snemma en ég viðurkenni að ég bjóst ekki alveg við marki á 2. mínútu. Það var samt ákveðin taktík að koma marki á þær mjög snemma, bakka svo með liðið því þú hápressar Rosengård ekki í Malmö á þessu grasi í heilan leik,“ sagði Elísabet. Ótrúlega erfið deild Eins og áður sagði kemst Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili ef liðið endar í einu af þremur efstu sætum sænsku deildarinnar. „Við ætlum okkur að spila í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er bara þannig. Ég held að maður geri sér ekki grein fyrir því nema að spila leiki í þessari deild í hverri viku að þetta er ótrúlega erfið deild. Liðin eru svo jöfn og það er svo ótrúlega taktískt spil á bak við hvern einasta leik. Við höfum misst leikmenn út en mér finnst við hafa haldið okkur ótrúlega vel við þann fótbolta sem við ætlum okkur að spila. Það var að vera meira með boltann en við höfum nokkrum sinnum verið með og spila út úr pressu sama hvað,“ sagði Elísabet. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Viðtal við Elísabetu
Sænski boltinn Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31 Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sjá meira
Elísabet í skýjunum eftir langþráðan sigur: „Sennilega einn af þeim bestu á ferlinum“ Í fyrsta sinn síðan Elísabet Gunnarsdóttir tók við Kristianstad náði liðið í stig gegn Rosengård á útivelli. Kristianstad gerði reyndar gott betur og vann meistarana með tveimur mörkum gegn einu. 12. október 2020 10:31
Lærimeyjar Elísabetar skelltu Rosengard á útivelli Óvænt úrslit litu dagsins ljós í sænska kvennaboltanum í dag. 11. október 2020 17:34