Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 12:24 Bjarkey Olsen þingmaður Vinstri grænna, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Samsett/vilhelm Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Formaður Miðflokksins segir frumvarpið „rústa öllum hefðum“ og þingmaður segir frumvarpið „vega að íslenskri málvenju“. Þá eru skiptar skoðanir í garð frumvarpsins innan þingflokks stjórnarflokksins Vinstri grænna. Áslaug mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingar á mannanafnalögum á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði núverandi lög ekki fyllilega í samræmi við tíðarandann, einkum í ljósi þeirra breytinga sem samsetning þjóðfélagsins hefur tekið síðustu ár. Með frumvarpi Áslaugar er m.a. ekki gert ráð fyrir takmörkun á fjölda eiginnafna eða kenninafna eins og nú er. Þá munu takmarkanir á skráningu erlendra nafna falla að mestu niður. Þá verður öllum gert heimilt að taka upp ný ættarnöfn en ritunarreglur verða þó áfram háðar takmörkunum; nöfn mega ekki vera stakur bókstafur eða skammstafanir og í þeim mega ekki vera tölustafir, greinarmerki eða önnur tákn. Jafnframt má nafn ekki vera barni til ama. Lagt er til að frumvarpið taki gildi 1. júlí 2021. Lögin hafi verið fólki til ama „Ef við treystum fólki til að ala upp börn sín verðum við líka að treysta því til að gefa þeim nafn,“ sagði Áslaug er hún mælti fyrir frumvarpinu í gær. „Íslensk mannanafnahefð varð ekki til með þeim lögum sem nú er verið að breyta. Henni verður heldur ekki viðhaldið með lagasetningu. Henni verður viðhaldið með vilja Íslendinga og þeirra sem hér búa.“ Áslaug óskaði á sunnudag eftir sögum frá fólki sem staðið hefði í stappi við núgildandi mannanafnalög. Áslaug kvaðst hafa fengið fjöldann allan af slíkum sögum og að fólki fyndist lögin sem nú eru í gildi helst til ströng. „Af því að þau eru fólki til ama sem getur m.a. ekki hætt að kenna sig við foreldra, sem það hefur ekki samband við, eða kallar varla foreldra sína.“ Telur frumvarpið vega að íslenskri málvenju Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti yfir nokkrum áhyggjum af frumvarpinu, hljóti það brautargengi. „Ég er þeirrar skoðunar að það er mikilvægt að vernda og varðveita íslenska tungu. Þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og það er engin ástæða í mínum huga til að undanskilja mannanöfn í þeim efnum,“ sagði Birgir. Þá vildi hann fá að vita hvort gagnrýni á núgildandi lög hefði komið frá fræðasamfélaginu, „sem við eigum væntanlega að hlusta á þegar kemur að svo mikilvægum málaflokki,“ sagði Birgir. Áslaug benti á í svari sínu til Birgis að gagnrýni á núgildandi lög hefði vissulega borist úr röðum fræðasamfélagsins. Þannig vitnaði hún í orð Eiríks Rögnvaldssonar, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm „Engin ástæða er til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. Erlend mannanöfn eiga þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum,“ sagði í umsögn Eiríks um frumvarpið, sem Áslaug las upp í ræðustól. Birgir kom aftur upp í pontu eftir andsvar ráðherra og furðaði sig á því að ekki hefði verið leitað til Dr. Guðrúnar Kvaran við vinnslu frumvarpsins en hún lýsti sig andsnúna öðru mannanafnafrumvarpi sem lagt var fram árið 2018. „Ég er nú þeirrar skoðunar að þetta frumvarp sé svo sannarlega að vega að íslenskri málvenju. Og ég held að það sjái allir sem lesi frumvarpið,“ sagði Birgir. Sigmundur afdráttarlaus en Vinstri græn tvístígandi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flokksbróðir Birgis tók í sama streng í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Hann sagði þar að sníða mætti „ýmsa vankanta af lögum um mannanöfn og gera flesta sátta án þess að rústa öllum hefðum eins og leiðir af nýju frumvarpi.“ „Fyrir ári þegar sams konar mál var til umræðu sló forsætisráðherra það niður með prýðis rökum. Meira en tveimur áratugum áður höfðu aðrir vinstrimenn flutt snjallar ræður til að gagnrýna þáverandi frumvarp,“ sagði Sigmundur í færslu sinni. Þá virðist þingflokkur Vinstri grænna tvístígandi í garð frumvarps dómsmálaráðherra ef marka má orð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur þingmanns VG sem ræddi frumvarpið á þingi í gærkvöldi. Bjarkey kvað „afskaplega skiptar skoðanir“ í þingflokknum um frumvarpið og sagði þær af ýmsum toga. „Helstu athugasemdir okkar hafa verið varðandi íslenskt mál og kenninafnahefðina, sumir höfðu athugasemdir vegna þess að það mætti taka upp ný ættarnöfn eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Bjarkey. Mannanöfn Alþingi Tengdar fréttir Áslaug Arna safnar sögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. 11. október 2020 22:12 Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Andúð Mannanafnanefndar á nafninu Lúsífer vekur athygli BBC Mannanafnanefnd hafnaði nýverið því að setja karlkynsnafnið Lúsífer á mannanafnaskrá. Vakti þetta athygli BBC þar sem fjallað var um málið í gær á vefmiðli breska ríkisfjölmiðilsins. 28. janúar 2020 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Formaður Miðflokksins segir frumvarpið „rústa öllum hefðum“ og þingmaður segir frumvarpið „vega að íslenskri málvenju“. Þá eru skiptar skoðanir í garð frumvarpsins innan þingflokks stjórnarflokksins Vinstri grænna. Áslaug mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingar á mannanafnalögum á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði núverandi lög ekki fyllilega í samræmi við tíðarandann, einkum í ljósi þeirra breytinga sem samsetning þjóðfélagsins hefur tekið síðustu ár. Með frumvarpi Áslaugar er m.a. ekki gert ráð fyrir takmörkun á fjölda eiginnafna eða kenninafna eins og nú er. Þá munu takmarkanir á skráningu erlendra nafna falla að mestu niður. Þá verður öllum gert heimilt að taka upp ný ættarnöfn en ritunarreglur verða þó áfram háðar takmörkunum; nöfn mega ekki vera stakur bókstafur eða skammstafanir og í þeim mega ekki vera tölustafir, greinarmerki eða önnur tákn. Jafnframt má nafn ekki vera barni til ama. Lagt er til að frumvarpið taki gildi 1. júlí 2021. Lögin hafi verið fólki til ama „Ef við treystum fólki til að ala upp börn sín verðum við líka að treysta því til að gefa þeim nafn,“ sagði Áslaug er hún mælti fyrir frumvarpinu í gær. „Íslensk mannanafnahefð varð ekki til með þeim lögum sem nú er verið að breyta. Henni verður heldur ekki viðhaldið með lagasetningu. Henni verður viðhaldið með vilja Íslendinga og þeirra sem hér búa.“ Áslaug óskaði á sunnudag eftir sögum frá fólki sem staðið hefði í stappi við núgildandi mannanafnalög. Áslaug kvaðst hafa fengið fjöldann allan af slíkum sögum og að fólki fyndist lögin sem nú eru í gildi helst til ströng. „Af því að þau eru fólki til ama sem getur m.a. ekki hætt að kenna sig við foreldra, sem það hefur ekki samband við, eða kallar varla foreldra sína.“ Telur frumvarpið vega að íslenskri málvenju Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti yfir nokkrum áhyggjum af frumvarpinu, hljóti það brautargengi. „Ég er þeirrar skoðunar að það er mikilvægt að vernda og varðveita íslenska tungu. Þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og það er engin ástæða í mínum huga til að undanskilja mannanöfn í þeim efnum,“ sagði Birgir. Þá vildi hann fá að vita hvort gagnrýni á núgildandi lög hefði komið frá fræðasamfélaginu, „sem við eigum væntanlega að hlusta á þegar kemur að svo mikilvægum málaflokki,“ sagði Birgir. Áslaug benti á í svari sínu til Birgis að gagnrýni á núgildandi lög hefði vissulega borist úr röðum fræðasamfélagsins. Þannig vitnaði hún í orð Eiríks Rögnvaldssonar, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm „Engin ástæða er til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. Erlend mannanöfn eiga þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum,“ sagði í umsögn Eiríks um frumvarpið, sem Áslaug las upp í ræðustól. Birgir kom aftur upp í pontu eftir andsvar ráðherra og furðaði sig á því að ekki hefði verið leitað til Dr. Guðrúnar Kvaran við vinnslu frumvarpsins en hún lýsti sig andsnúna öðru mannanafnafrumvarpi sem lagt var fram árið 2018. „Ég er nú þeirrar skoðunar að þetta frumvarp sé svo sannarlega að vega að íslenskri málvenju. Og ég held að það sjái allir sem lesi frumvarpið,“ sagði Birgir. Sigmundur afdráttarlaus en Vinstri græn tvístígandi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flokksbróðir Birgis tók í sama streng í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Hann sagði þar að sníða mætti „ýmsa vankanta af lögum um mannanöfn og gera flesta sátta án þess að rústa öllum hefðum eins og leiðir af nýju frumvarpi.“ „Fyrir ári þegar sams konar mál var til umræðu sló forsætisráðherra það niður með prýðis rökum. Meira en tveimur áratugum áður höfðu aðrir vinstrimenn flutt snjallar ræður til að gagnrýna þáverandi frumvarp,“ sagði Sigmundur í færslu sinni. Þá virðist þingflokkur Vinstri grænna tvístígandi í garð frumvarps dómsmálaráðherra ef marka má orð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur þingmanns VG sem ræddi frumvarpið á þingi í gærkvöldi. Bjarkey kvað „afskaplega skiptar skoðanir“ í þingflokknum um frumvarpið og sagði þær af ýmsum toga. „Helstu athugasemdir okkar hafa verið varðandi íslenskt mál og kenninafnahefðina, sumir höfðu athugasemdir vegna þess að það mætti taka upp ný ættarnöfn eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Bjarkey.
Mannanöfn Alþingi Tengdar fréttir Áslaug Arna safnar sögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. 11. október 2020 22:12 Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Andúð Mannanafnanefndar á nafninu Lúsífer vekur athygli BBC Mannanafnanefnd hafnaði nýverið því að setja karlkynsnafnið Lúsífer á mannanafnaskrá. Vakti þetta athygli BBC þar sem fjallað var um málið í gær á vefmiðli breska ríkisfjölmiðilsins. 28. janúar 2020 10:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Áslaug Arna safnar sögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. 11. október 2020 22:12
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Andúð Mannanafnanefndar á nafninu Lúsífer vekur athygli BBC Mannanafnanefnd hafnaði nýverið því að setja karlkynsnafnið Lúsífer á mannanafnaskrá. Vakti þetta athygli BBC þar sem fjallað var um málið í gær á vefmiðli breska ríkisfjölmiðilsins. 28. janúar 2020 10:30