Minnir á að 200 gætu dáið ef veiran fengi að leika lausum hala Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2020 13:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að í umræðunni um nauðsyn þess að grípa til harðra aðgerða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vantaði að ræða hvaða kynni að gerast ef veiran fengi að leika lausum hala um samfélagið. Þórólfur ræddi þetta einnig í viðtali við fréttastofu fyrir helgi. Eins og staðan er í dag hefur 1 til 2 prósent sýkst af veirunni. Þórólfur benti á að ef slakað yrði á aðgerðum gæti veiran náð tíu prósent útbreiðslu á fjórum til sex vikum. Sé miðað við reynslu síðasta vetra og frá því veiran lét aftur á sér kræla síðsumars þá myndu 1.200 til 2.300 manns þurfa að leggjast inn á spítala ef tíu prósent þjóðarinnar myndi smitast. 110 til 600 þyrftu á gjörgæslumeðferð að halda, 90 til 350 þyrftu að fara í öndunarvél og allt að 200 gætu látist. Þórólfur sagði að svo útbreiddur faraldur myndi að öllum líkindum valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið og bitna á öðrum sjúklingahópum. Bað hann þá sem ræddu nauðsyn hertra aðgerða að taka það með inn í jöfnuna þegar það er gert. Sagði hann að með miklum tilslökunum gætu Íslendingar séð mun meira en 10 prósenta útbreiðslu og að menn gætu rétt ímyndað sér hvaða afleiðingar það myndi hafa ef til stæði að ná hjarðónæmi, eða 60 prósent útbreiðslu, á stuttum tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að í umræðunni um nauðsyn þess að grípa til harðra aðgerða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vantaði að ræða hvaða kynni að gerast ef veiran fengi að leika lausum hala um samfélagið. Þórólfur ræddi þetta einnig í viðtali við fréttastofu fyrir helgi. Eins og staðan er í dag hefur 1 til 2 prósent sýkst af veirunni. Þórólfur benti á að ef slakað yrði á aðgerðum gæti veiran náð tíu prósent útbreiðslu á fjórum til sex vikum. Sé miðað við reynslu síðasta vetra og frá því veiran lét aftur á sér kræla síðsumars þá myndu 1.200 til 2.300 manns þurfa að leggjast inn á spítala ef tíu prósent þjóðarinnar myndi smitast. 110 til 600 þyrftu á gjörgæslumeðferð að halda, 90 til 350 þyrftu að fara í öndunarvél og allt að 200 gætu látist. Þórólfur sagði að svo útbreiddur faraldur myndi að öllum líkindum valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið og bitna á öðrum sjúklingahópum. Bað hann þá sem ræddu nauðsyn hertra aðgerða að taka það með inn í jöfnuna þegar það er gert. Sagði hann að með miklum tilslökunum gætu Íslendingar séð mun meira en 10 prósenta útbreiðslu og að menn gætu rétt ímyndað sér hvaða afleiðingar það myndi hafa ef til stæði að ná hjarðónæmi, eða 60 prósent útbreiðslu, á stuttum tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira