Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. október 2020 13:31 Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hálendisþjóðgarður Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun