Enn mikið líf á fasteignamarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2020 07:22 Vísbendingar eru um að enn sé mikil líf á fasteignamarkaði, meðal annars vegna þess að vextir á óverðtryggðum íbúðalánum eru í sögulegu lágmarki. Vísir/Vilhelm Fjöldi íbúða sem teknar hafa verið úr birtingu hjá fasteignasölum heldur áfram að aukast á höfuðborgarsvæðinu og er enn sögulega mikill annars staðar á landinu. Það gefur til kynna að enn sé mikið að gera á íbúðamarkaði. Þannig eru vísbendingar um mikla sölu í september þar sem 1.117 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru teknar úr birtingu. Það er 15% meira en í ágúst síðastliðnum og 54% aukning frá því í september í fyrra. Þá heldur íbúðaverð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum áfram að hækka og meðalsölutími er stuttur en leiguverð lækkar áfram. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um húsnæðismarkaðinn sem gefin er út í dag. Nýr skammtímamælikvarði hafi sannað gildi sitt Í skýrslunni segir að nýr skammtímamælikvarði fyrir fasteignamarkaðinn sem hagdeild HMS þróaði í júlí hafi sannað gildi sitt. Mælikvarðinn mælir hversu margar íbúðir eru teknar af sölu á hverjum tíma og gefur hann góða vísbendingu um sölu fasteigna „nánast í rauntíma og mun fyrr en opinberar tölur geta sagt fyrir um,“ eins og segir í skýrslunni. Er það vegna þess að til þess að fá upplýsingar um raunverulega sölu fasteigna í tilteknum mánuði geta liðið nokkrir mánuðir því hingað til hefur aðeins verið stuðst við þinglýsta kaupsamninga sem Þjóðskrá heldur utan um. Þinglýstir samningar geta borist töluvert eftir að raunveruleg sala fór fram. Að því er segir í skýrslu HMS er september fjórði mánuðurinn í röð þar sem mikið af íbúðum eru teknar úr sölu. Því megi búast við að fjöldi útgefinna kaupsamninga haldist hár þegar endanlegar tölur fyrir ágúst, september og október liggja fyrir. Lágir vextir líklega helsta skýringin á líflegum íbúðamarkaði „Vextir á óverðtryggðum íbúðalánum eru í sögulegu lágmarki sem er líkast til helsta útskýringin á líflegum íbúðamarkaði um þessar mundir. Þá getur mikill fjöldi kaupsamninga í sumar að hluta verið tilkominn vegna þess að íbúðakaupum var frestað í vor þegar óvissan var sem mest. Til að mynda voru útgefnir samningar í mars-maí á þessu ári um 10% færri en í sömu mánuðum síðasta árs. Það er þó of lítill samdráttur til þess að geta verið meira en einungis hluti af skýringunni,“ segir í skýrslu HMS. Hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs Varðandi verð á íbúðum þá mældist árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 4,5% í ágúst miðað við pöruð viðskipti: „Þótt dregið hafi úr árshækkun frá mánuðinum á undan þá hefur hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist árshækkunin 3,9% en annars staðar á landsbyggðinni mældist 2,4% lækkun. Þess ber þó að geta að miklar sveiflur eru á því landssvæði þar sem kaupsamningar eru færri og íbúðamarkaður mismunandi á milli sveitarfélaga. Árshækkun íbúðaverðs mælist mjög áþekk ef notast er við vísitölu söluverðs eða 4,6% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess en annars staðar á landinu mælist 2,1% hækkun í stað lækkunar eins og þegar miðað er við vísitölu paraðra viðskipta,“ segir í skýrslu HMS. Mikill samdráttur á byggingamarkaði Það má síðan merkja mikinn samdrátt á byggingamarkaði en í skýrslu HMS er vísað í nýjustu talningu Samtak iðnaðarins. Samkvæmt talningunni eru um 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum en voru um 6.005 í hausttalningunni fyrir ári. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. Ef skoðaður er fjöldi íbúða á fyrstu byggingarstigum, það er að fokheldu, sést að um 41% samdráttur er frá talningunni fyrir ári síðan. „Niðurstöðurnar benda til þess að talsvert færri fullgerðar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næstu árum. Samkvæmt spá SI gætu um 1.986 íbúðir verið fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum á árinu 2021 og um 1.923 árið 2022. Í báðum tilfellum er um að ræða töluverðan samdrátt frá spá SI í september í fyrra. Samkvæmt grunnspá síðustu íbúðaþarfagreiningar HMS sem framkvæmd var í lok síðasta árs og nær til ársins 2040 þyrfti að byggja um 1.800 íbúðir á hverju ári að meðaltali um land allt til að mæta íbúðaþörf landsmanna, bæði þeirri sem telst í dag óuppfyllt og þeirri sem myndast á næstu árum. Því gæti myndast framboðsskortur á næstu árum ef íbúðafjárfesting heldur áfram að dragast saman og færri nýjar íbúðir fara að koma inn á markaðinn,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Fjöldi íbúða sem teknar hafa verið úr birtingu hjá fasteignasölum heldur áfram að aukast á höfuðborgarsvæðinu og er enn sögulega mikill annars staðar á landinu. Það gefur til kynna að enn sé mikið að gera á íbúðamarkaði. Þannig eru vísbendingar um mikla sölu í september þar sem 1.117 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru teknar úr birtingu. Það er 15% meira en í ágúst síðastliðnum og 54% aukning frá því í september í fyrra. Þá heldur íbúðaverð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum áfram að hækka og meðalsölutími er stuttur en leiguverð lækkar áfram. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um húsnæðismarkaðinn sem gefin er út í dag. Nýr skammtímamælikvarði hafi sannað gildi sitt Í skýrslunni segir að nýr skammtímamælikvarði fyrir fasteignamarkaðinn sem hagdeild HMS þróaði í júlí hafi sannað gildi sitt. Mælikvarðinn mælir hversu margar íbúðir eru teknar af sölu á hverjum tíma og gefur hann góða vísbendingu um sölu fasteigna „nánast í rauntíma og mun fyrr en opinberar tölur geta sagt fyrir um,“ eins og segir í skýrslunni. Er það vegna þess að til þess að fá upplýsingar um raunverulega sölu fasteigna í tilteknum mánuði geta liðið nokkrir mánuðir því hingað til hefur aðeins verið stuðst við þinglýsta kaupsamninga sem Þjóðskrá heldur utan um. Þinglýstir samningar geta borist töluvert eftir að raunveruleg sala fór fram. Að því er segir í skýrslu HMS er september fjórði mánuðurinn í röð þar sem mikið af íbúðum eru teknar úr sölu. Því megi búast við að fjöldi útgefinna kaupsamninga haldist hár þegar endanlegar tölur fyrir ágúst, september og október liggja fyrir. Lágir vextir líklega helsta skýringin á líflegum íbúðamarkaði „Vextir á óverðtryggðum íbúðalánum eru í sögulegu lágmarki sem er líkast til helsta útskýringin á líflegum íbúðamarkaði um þessar mundir. Þá getur mikill fjöldi kaupsamninga í sumar að hluta verið tilkominn vegna þess að íbúðakaupum var frestað í vor þegar óvissan var sem mest. Til að mynda voru útgefnir samningar í mars-maí á þessu ári um 10% færri en í sömu mánuðum síðasta árs. Það er þó of lítill samdráttur til þess að geta verið meira en einungis hluti af skýringunni,“ segir í skýrslu HMS. Hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs Varðandi verð á íbúðum þá mældist árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 4,5% í ágúst miðað við pöruð viðskipti: „Þótt dregið hafi úr árshækkun frá mánuðinum á undan þá hefur hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist árshækkunin 3,9% en annars staðar á landsbyggðinni mældist 2,4% lækkun. Þess ber þó að geta að miklar sveiflur eru á því landssvæði þar sem kaupsamningar eru færri og íbúðamarkaður mismunandi á milli sveitarfélaga. Árshækkun íbúðaverðs mælist mjög áþekk ef notast er við vísitölu söluverðs eða 4,6% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess en annars staðar á landinu mælist 2,1% hækkun í stað lækkunar eins og þegar miðað er við vísitölu paraðra viðskipta,“ segir í skýrslu HMS. Mikill samdráttur á byggingamarkaði Það má síðan merkja mikinn samdrátt á byggingamarkaði en í skýrslu HMS er vísað í nýjustu talningu Samtak iðnaðarins. Samkvæmt talningunni eru um 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum en voru um 6.005 í hausttalningunni fyrir ári. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. Ef skoðaður er fjöldi íbúða á fyrstu byggingarstigum, það er að fokheldu, sést að um 41% samdráttur er frá talningunni fyrir ári síðan. „Niðurstöðurnar benda til þess að talsvert færri fullgerðar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næstu árum. Samkvæmt spá SI gætu um 1.986 íbúðir verið fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum á árinu 2021 og um 1.923 árið 2022. Í báðum tilfellum er um að ræða töluverðan samdrátt frá spá SI í september í fyrra. Samkvæmt grunnspá síðustu íbúðaþarfagreiningar HMS sem framkvæmd var í lok síðasta árs og nær til ársins 2040 þyrfti að byggja um 1.800 íbúðir á hverju ári að meðaltali um land allt til að mæta íbúðaþörf landsmanna, bæði þeirri sem telst í dag óuppfyllt og þeirri sem myndast á næstu árum. Því gæti myndast framboðsskortur á næstu árum ef íbúðafjárfesting heldur áfram að dragast saman og færri nýjar íbúðir fara að koma inn á markaðinn,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira