Enski boltinn

Chelsea lagði Man City í stórleik helgarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Francesca Kirby og Ji So-Yun fagna í dag.
Francesca Kirby og Ji So-Yun fagna í dag. Catherine Ivill/Getty Images

Chelsea og Manchester City mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Bæði lið voru taplaus fyrir leiki dagsins og því varð eitthvað undan að láta. Fór það svo að Chelsea vann 3-1 sigur og er því aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal og Everton sem eru með fullt hús stiga.

Maren Mjelde kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 fyrir heimastúlkum er flautað var til hálfleiks. Samantha Kerr tvöfaldaði forystuna þegar tæpur klukkutími var liðinn og brekkan brött fyrir gestina.

Chloe Kelly minnkaði muninn á 73. mínútu og virtist sem gestirnir væru að sækja í sig veðrið. Frencesca Kirby slökkti hins vegar allar vonir City-kvenna um að ná stigi út úr leik dagsins er hún skoraði þriðja mark Chelsea sex mínútum síðar.

Lokatölur 3-1 Chelsea í vil sem er nú í 3. sæti með 10 stig eftir fjórar umferðir. Man City er á sama tíma með sjö stig í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×