Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 12:35 Eigendur Liverpool eru á bakvið tillöguna. Laurence Griffiths/Getty Images Það virðist sem hinir fornu fjendur Manchester United og Liverpool hafi snúið bökum saman en samkvæmt fréttum ytra vilja þau umturna landslagi enskrar knattspyrnu. Myndi það gefa toppliðum Englands enn meiri völd en tillagan er vægast sagt umdeild. Hugmyndin væri að fækka um tvö lið í úrvalsdeildinni, fara úr 20 í 18. Keppni í deildarbikarnum yrði hætt, það yrði enginn leikur um Góðgerðarskjöldinn í upphafi hverrar leiktíðar og breytt fyrirkomulag yrði er varðar hvernig lið komast upp úr ensku B-deildinni. Blaðið Telegraph greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum blaðsins kemur hugmyndin upphaflega frá Fenway Sports Group, eigendum Englandsmeistara Liverpool. Settu þeir hugmyndina niður á blað, síðan þá hefur Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, komið inn í myndina. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man Utd, styður tillöguna.Xavier Bonilla/Getty Images „Heildarmyndin“ eða ´Project Big Picture´ ku vera nafnið sem hugmyndin gengur undir. Telja bæði Man Utd og Liverpool að Manchester City, Arsenal, Chelsea og Tottenham Hotspur muni öll styðja tillöguna. „Í tilefni umbyltingar á reglugerðum sem hafa stjórnað enskri knattspyrnu síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992 þá verða 250 milljónir punda settar í neðri deildirnar til að hjálpa þeim í gegnum kórónufaraldurinn,“ segir í heimildinni sem Telegraph býr yfir. World exclusive: Man Utd and Liverpool driving 'Project Big Picture' - football s biggest shake-up in a generation. Full story from @SamWallaceTel https://t.co/2f75VsJZs0— Telegraph Football (@TeleFootball) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá yrði liðum í úrvalsdeildinni fækkað, enski deildarbikarinn yrði eitthvað sem myndi heyra sögunni til. Sama ætti við um Góðgerðaskjöldinn. Neðstu tvö lið úrvalsdeildarinnar myndu falla en liðið í 16. sæti myndi fara í umspil með liðunum í 3. til 5. sæti í ensku B-deildinni. Sigurvegari umspilsins myndi þar af leiðandi annað hvort halda sér í úrvalsdeildinni eða vinna sér inn sæti í deildinni. Þá myndu þessar breytingar koma völdum alfarið í hendur stærstu liða úrvalsdeildarinnar. Ekki þyrfti lengur 14 atkvæði til að samþykkja reglubreytingar eins og þarf í dag. Sem stendur hefur hvert lið deildarinnar eitt atkvæði. Í breyttu landslagi þyrfti aðeins sex atkvæði frá sex liðunum hér að ofan ásamt Everton, Southampton og West Ham United til að keyra breytingar í gegn. Eru þetta þau níu félög sem hafa verið hvað lengst í deildinni. Some good in the MUFC/LFC/Parry plan (£250m to EFL, £100m to FA) but let s be quite clear: it s a blatant power grab, allows the big 6 to run English football and will lead to a European Super League.— Henry Winter (@henrywinter) October 11, 2020 Rick Parry, framkvæmdastjóri EFL [English Football League] er sagður styðja tillöguna. Ensku neðri deildirnar [B til D] eru hluti af EFL-samtökunum. Parry var á sínum tíma framkvæmdarstjóri Liverpool. Talið er að breytingin gæti bjargað mörgum félögum í neðri deildum Englands sem eru á barmi gjaldþrots sökum kórónufaraldursins. Alls myndu 25 prósent af heildartekjum úrvals- og B-deildarinnar renna til deildanna þar fyrir neðan. „Hvað getum við gert? Skilið þetta eftir eins og þetta er og leyft minni félögum að deyja út eða reynum við að gera eitthvað í málunum? Þá þarf að breyta til og það er skoðun okkar félaga að ef 72 félög [fyrir utan stóru sex] græða á því þá erum við tilbúin að skoða það,“ sagði Parry í viðtali við The Telegraph. Rick Parry, var á sínum tíma framkvæmdastjóri Liverpool.Getty Images „Þetta er risastór áskorun og hún verður sársaukafull að einhverju leyti. Ég trúi því virkilega að knattspyrnan í heild sinni muni hagnast á þessu,“ sagði Parry einnig. Ensk knattspyrna er mjög íhaldsöm en kórónufaraldurinn hefur haft áhrif á nær öll félög landsins. Það er því aldrei að vita nema þessar breytingar verði keyrðar í gegn til að koma í veg fyrir að fleiri félög fylgi í fótspor Bury sem fór á hausinn fyrr á þessu ári. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Það virðist sem hinir fornu fjendur Manchester United og Liverpool hafi snúið bökum saman en samkvæmt fréttum ytra vilja þau umturna landslagi enskrar knattspyrnu. Myndi það gefa toppliðum Englands enn meiri völd en tillagan er vægast sagt umdeild. Hugmyndin væri að fækka um tvö lið í úrvalsdeildinni, fara úr 20 í 18. Keppni í deildarbikarnum yrði hætt, það yrði enginn leikur um Góðgerðarskjöldinn í upphafi hverrar leiktíðar og breytt fyrirkomulag yrði er varðar hvernig lið komast upp úr ensku B-deildinni. Blaðið Telegraph greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum blaðsins kemur hugmyndin upphaflega frá Fenway Sports Group, eigendum Englandsmeistara Liverpool. Settu þeir hugmyndina niður á blað, síðan þá hefur Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, komið inn í myndina. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man Utd, styður tillöguna.Xavier Bonilla/Getty Images „Heildarmyndin“ eða ´Project Big Picture´ ku vera nafnið sem hugmyndin gengur undir. Telja bæði Man Utd og Liverpool að Manchester City, Arsenal, Chelsea og Tottenham Hotspur muni öll styðja tillöguna. „Í tilefni umbyltingar á reglugerðum sem hafa stjórnað enskri knattspyrnu síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992 þá verða 250 milljónir punda settar í neðri deildirnar til að hjálpa þeim í gegnum kórónufaraldurinn,“ segir í heimildinni sem Telegraph býr yfir. World exclusive: Man Utd and Liverpool driving 'Project Big Picture' - football s biggest shake-up in a generation. Full story from @SamWallaceTel https://t.co/2f75VsJZs0— Telegraph Football (@TeleFootball) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá yrði liðum í úrvalsdeildinni fækkað, enski deildarbikarinn yrði eitthvað sem myndi heyra sögunni til. Sama ætti við um Góðgerðaskjöldinn. Neðstu tvö lið úrvalsdeildarinnar myndu falla en liðið í 16. sæti myndi fara í umspil með liðunum í 3. til 5. sæti í ensku B-deildinni. Sigurvegari umspilsins myndi þar af leiðandi annað hvort halda sér í úrvalsdeildinni eða vinna sér inn sæti í deildinni. Þá myndu þessar breytingar koma völdum alfarið í hendur stærstu liða úrvalsdeildarinnar. Ekki þyrfti lengur 14 atkvæði til að samþykkja reglubreytingar eins og þarf í dag. Sem stendur hefur hvert lið deildarinnar eitt atkvæði. Í breyttu landslagi þyrfti aðeins sex atkvæði frá sex liðunum hér að ofan ásamt Everton, Southampton og West Ham United til að keyra breytingar í gegn. Eru þetta þau níu félög sem hafa verið hvað lengst í deildinni. Some good in the MUFC/LFC/Parry plan (£250m to EFL, £100m to FA) but let s be quite clear: it s a blatant power grab, allows the big 6 to run English football and will lead to a European Super League.— Henry Winter (@henrywinter) October 11, 2020 Rick Parry, framkvæmdastjóri EFL [English Football League] er sagður styðja tillöguna. Ensku neðri deildirnar [B til D] eru hluti af EFL-samtökunum. Parry var á sínum tíma framkvæmdarstjóri Liverpool. Talið er að breytingin gæti bjargað mörgum félögum í neðri deildum Englands sem eru á barmi gjaldþrots sökum kórónufaraldursins. Alls myndu 25 prósent af heildartekjum úrvals- og B-deildarinnar renna til deildanna þar fyrir neðan. „Hvað getum við gert? Skilið þetta eftir eins og þetta er og leyft minni félögum að deyja út eða reynum við að gera eitthvað í málunum? Þá þarf að breyta til og það er skoðun okkar félaga að ef 72 félög [fyrir utan stóru sex] græða á því þá erum við tilbúin að skoða það,“ sagði Parry í viðtali við The Telegraph. Rick Parry, var á sínum tíma framkvæmdastjóri Liverpool.Getty Images „Þetta er risastór áskorun og hún verður sársaukafull að einhverju leyti. Ég trúi því virkilega að knattspyrnan í heild sinni muni hagnast á þessu,“ sagði Parry einnig. Ensk knattspyrna er mjög íhaldsöm en kórónufaraldurinn hefur haft áhrif á nær öll félög landsins. Það er því aldrei að vita nema þessar breytingar verði keyrðar í gegn til að koma í veg fyrir að fleiri félög fylgi í fótspor Bury sem fór á hausinn fyrr á þessu ári.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira