Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 10:21 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55
Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent