Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af jólavertíðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2020 19:31 „Það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna Rósa Sætran. Vísir/Vilhelm Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira