Hægri bakvörður Man Utd gæti valið Kongó fram yfir England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 19:46 Bissaka í 3-2 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion á þessari leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira