Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 16:04 Íslendingar kynntust fyrst C-17 Globemaster-herflutningaþotunni þegar slík vél flutti háhyrninginn Keiko til Vestmannaeyja árið 1998. Þetta er langstærsta flugvél sem lent hefur í Eyjum og raunar einnig á Reykjavíkurflugvelli. U.S. Air Force/Shane A. Cuomo. Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum: NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum:
NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30
Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45