John Lennon hefði orðið áttræður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2020 12:05 Feðgarnir John og Sean og Yoko fyrir utan Dakota bygginguna þar sem fjölskyldan bjó í New York. Getty/Vinnie Zuffante/Michael Ochs Archives John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum. Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum.
Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent