Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 19:01 Aðgerðarpakki Samfylkingarinnar er upp á 80 milljarða og færi meðal annars í atvinnuskapandi aðgerðir. Þannig ætti nettó kostnaður ríkissjóðs að verða um 50 milljarðar. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35