Fundu lyfjaleifar við Klettagarða, í Tjörninni og í Kópavogslæk Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 12:11 Sænskir vísindamenn við sýnatöku við Klettagarða. Umhverfisstofnun Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska. Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska.
Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira