Erlent

Bein út­sending: Hver hlýtur friðar­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári.
Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Getty

Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnir um verðlaunahafa, en fundurinn hefst á slaginu níu. Alls voru 318 einstaklingar og 107 samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna í ár.

Abiy Ahmed Ali, forsætisráðherra Eþíópíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að stuðla að aukinni alþjóðlegri samvinnu og friði. Var þar sérstaklega vísað í baráttu hans til að binda enda á áralöng átök Eþíópíu og nágrannalandsins Eritreu.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni frá fréttamannafundi norsku Nóbelsnefndarinnar að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×