Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 15:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi þriðjudaginn 6. október 2020. Vísir/Vilhelm Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira