Handbolti

Leik Hauka og Selfoss frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar spila ekki á móti Selfossi í kvöld eins og áætlað var.
Haukar spila ekki á móti Selfossi í kvöld eins og áætlað var. vísir/vilhelm

Handknattleikssamband Íslands hefur frestað leik Hauka og Selfoss í 32-liða úrslitum Coca Cola bikars karla sem átti að fara fram á Ásvöllum í kvöld. Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að nýr leiktími verði gefinn út við fyrsta tækifæri.

Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land.

Allar líkur eru því að keppni á Íslandsmótunum verði sett á ís allavega næstu tvær vikurnar.

HSÍ hefur þegar frestað ákveðið að fresta fjölliðamótum sem áttu að fara fram um næstu helgi sem og Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins vegna nýjustu fregna af útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15:00 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×