Telur það koma sterklega til álita að grípa til enn harðari aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 10:54 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira