Kennarar uggandi yfir stöðunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 16:18 Vonir eru bundnar við að það takist að halda grunn- og leikskólastarfi að sem mestu leyti óbreyttu þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Sigurjón Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34