Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. október 2020 12:03 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. Þá segir Víðir að fólk sé að leyna upplýsingum í smitrakningu. Upplýsingum um hverja það hafi hitt og hvert það hafi farið. Það sé meðal ástæðna fyrir því að svo margir sem ekki eru í sóttkví greinist smitaðir. Einungis 23 prósent þeirra sem greindust smitaðir í gær voru í sóttkví og hafði hlutfallið lækkað á milli daga. „Þetta leggst nú bara frekar illa í okkur,“ segir Víðir. „Þetta er það sem við megum eiga von á næstu daga og þetta er ástæðan fyrir því að lagt var til, og ríkisstjórnin er búin að ákveða, að grípa til þessara aðgerða. Að við sjáum þennan fjölda og hlutfall þeirra sem eru utan sóttkvíar.“ Hann sagði hlutfallið vera það versta sem hafi sést í þessari bylgju. Það væri talsvert áhyggjuefni. „Þetta er ein af grunnástæðunum fyrir því að við teljum að við þurfum að grípa inn í. Þessar aðgerðir sem við erum búnir að vera með í tvær vikur hafa ekki skilað árangri.“ Alvarleg staða á Landspítalanum er einnig mikið áhyggjuefni og er gjörgæsla sjúkrahússins svo gott sem full, vegna annarra þátta en faraldurs nýju kórónuveirunnar. Það yrði alvarlegt að þurfa að bæta verulega á það álag vegna Covid. „Við vitum alveg hvernig það er að það tekur alveg tvær vikur, að minnsta kosti, að hægja á eða ná að stoppa þetta af. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ástandið er bara þannig,“ segir Víðir. Hann segir að vonandi fari hlutfall þeirra sem greinast í sóttkví að hækka sem fyrst og síðan í kjölfarið fari tilfellum að fækka. Þegar gripið var til svipaðra aðgerða í mars liðu tíu til fjórtán dagar þar til breytingar sáust og í kjölfar þess hafi tilfellum fækkað hratt. Fólk tregt við að veita upplýsingar Víðir segir Íslendinga hafi skipt sér niður í nokkra hópa. Sumir hafi passað sig vel og kallað eftir aðgerðum. Aðrir hafi haft minni áhyggjur og vilji fá líf sitt aftur í sama horf og það var fyrir heimsfaraldurinn. Hann sagði það þó áhyggjuefni að í smitrakningu hafi fólk oft verið tregt við að veita upplýsingar. Það hafi aukist mjög. Það skýri líklega að hluta til hve hátt hlutfall fólks sem greinist smitað er ekki í sóttkví. „Við erum að sjá dæmi um fólk sem heldur því fram að það hafi ekki hitt neinn, hafi ekki farið í vinnuna og þar af leiðandi sé enginn sem þurfi að fara í sóttkví. Síðan fáum við fyrirspurnir frá samstarfsfólki þessa sama fólks sem spyr: Bíddu, ég var að vinna með honum í allan gærdag og hann er kominn í einangrun. Á ég ekkert að fara í sóttkví?“ Víðir segir þetta gera smitrakninguna gagnsminni og auka líkur á smitum. „Úr verður einhver snjóbolti sem erfitt er að ráða við.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sló á svipaða strengi í gær. Hann sagði að smitrakning væri orðin erfiðari og að vissu leyti mætti rekja það til verri samvinnu smitaðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Ósanngjarnt að landsbyggðin gjaldi fyrir slóðaskap fyrir sunnan Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. 3. október 2020 22:51 Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. Þá segir Víðir að fólk sé að leyna upplýsingum í smitrakningu. Upplýsingum um hverja það hafi hitt og hvert það hafi farið. Það sé meðal ástæðna fyrir því að svo margir sem ekki eru í sóttkví greinist smitaðir. Einungis 23 prósent þeirra sem greindust smitaðir í gær voru í sóttkví og hafði hlutfallið lækkað á milli daga. „Þetta leggst nú bara frekar illa í okkur,“ segir Víðir. „Þetta er það sem við megum eiga von á næstu daga og þetta er ástæðan fyrir því að lagt var til, og ríkisstjórnin er búin að ákveða, að grípa til þessara aðgerða. Að við sjáum þennan fjölda og hlutfall þeirra sem eru utan sóttkvíar.“ Hann sagði hlutfallið vera það versta sem hafi sést í þessari bylgju. Það væri talsvert áhyggjuefni. „Þetta er ein af grunnástæðunum fyrir því að við teljum að við þurfum að grípa inn í. Þessar aðgerðir sem við erum búnir að vera með í tvær vikur hafa ekki skilað árangri.“ Alvarleg staða á Landspítalanum er einnig mikið áhyggjuefni og er gjörgæsla sjúkrahússins svo gott sem full, vegna annarra þátta en faraldurs nýju kórónuveirunnar. Það yrði alvarlegt að þurfa að bæta verulega á það álag vegna Covid. „Við vitum alveg hvernig það er að það tekur alveg tvær vikur, að minnsta kosti, að hægja á eða ná að stoppa þetta af. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ástandið er bara þannig,“ segir Víðir. Hann segir að vonandi fari hlutfall þeirra sem greinast í sóttkví að hækka sem fyrst og síðan í kjölfarið fari tilfellum að fækka. Þegar gripið var til svipaðra aðgerða í mars liðu tíu til fjórtán dagar þar til breytingar sáust og í kjölfar þess hafi tilfellum fækkað hratt. Fólk tregt við að veita upplýsingar Víðir segir Íslendinga hafi skipt sér niður í nokkra hópa. Sumir hafi passað sig vel og kallað eftir aðgerðum. Aðrir hafi haft minni áhyggjur og vilji fá líf sitt aftur í sama horf og það var fyrir heimsfaraldurinn. Hann sagði það þó áhyggjuefni að í smitrakningu hafi fólk oft verið tregt við að veita upplýsingar. Það hafi aukist mjög. Það skýri líklega að hluta til hve hátt hlutfall fólks sem greinist smitað er ekki í sóttkví. „Við erum að sjá dæmi um fólk sem heldur því fram að það hafi ekki hitt neinn, hafi ekki farið í vinnuna og þar af leiðandi sé enginn sem þurfi að fara í sóttkví. Síðan fáum við fyrirspurnir frá samstarfsfólki þessa sama fólks sem spyr: Bíddu, ég var að vinna með honum í allan gærdag og hann er kominn í einangrun. Á ég ekkert að fara í sóttkví?“ Víðir segir þetta gera smitrakninguna gagnsminni og auka líkur á smitum. „Úr verður einhver snjóbolti sem erfitt er að ráða við.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sló á svipaða strengi í gær. Hann sagði að smitrakning væri orðin erfiðari og að vissu leyti mætti rekja það til verri samvinnu smitaðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Ósanngjarnt að landsbyggðin gjaldi fyrir slóðaskap fyrir sunnan Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. 3. október 2020 22:51 Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30
Ósanngjarnt að landsbyggðin gjaldi fyrir slóðaskap fyrir sunnan Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. 3. október 2020 22:51
Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00
Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41