Ósanngjarnt að landsbyggðin gjaldi fyrir slóðaskap fyrir sunnan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2020 22:51 Tryggvi Kristjánsson er einkaþjálfari og einn af eigendum Bjargs, líkamsræktarstöðvar á Akureyri. Skjáskot úr viðtali við Tryggva á N4. Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. Vissulega sé smitbylgja á höfuðborgarsvæðinu en fásinna sé að loka líkamsræktarstöðvum í landshlutum þar sem smit hafi varla mælst. Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Börum og líkamsræktarstöðvum verður meðal annars lokað en sundlaugar opnar með takmörkunum. Þetta er niðurstaðan eftir að 61 smit greindist í gær. Sentimetri af snjó beið Akureyringar þegar þeir vöknuðu í morgun. Það er margt ólíkt með Akureyri og höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.Vísir/Tryggvi Páll 652 eru í einangrun hér á landi með Covid-19 en þar af eru 547 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Suðurlandi, 27 á Vesturlandi og 18 á Suðurnesjum. Þrír eru í einangrun á Norðurlandi eystra og jafnmargir á Norðurlandi vestra. Hvaða fásinna er í gangi? „Það hefur varla farið fram hjá neinum að smitum hefur fjölgað til muna síðustu 2 vikur, á höfuðborgarsvæðinu! Smit á norðurlandi vestra- eystra og austurlandi hafa varla mælst. En samt á að loka líkamsræktarstöðvum á öllu landinu, hvaða helv. fásinna er í gangi? Maður situr eftir með fullt af spurningum og reiði í kollinum,“ segir Tryggvi Kristjánsson, einn eiganda líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri. Mér finnst það hreinlega ósanngjarnt að Akureyringar og aðrir í áðurtöldum landshlutum eigi að gjalda fyrir þann slóðaskap sem hópur fólks fyrir sunnan hefur sýnt með því að hlýða ekki fyrirmælum Pistill Tryggva á Facebook hefur vakið mikla athygli og greinilega margir á landsbyggðinni sem tengja við skrif hans og eru sammála. Tryggvi segir lokun líkamsræktarstöðva svo mikla skerðingu á daglegri rútínu margra og jafnvel grunnþjónustu. Ég er svo reiður, svo ótrúlega reiður og sár. Nú stefnir í að líkamsræktarstöðvum um allt land verði lokað eftir helgi...Posted by Tryggvi Kristjánsson on Saturday, October 3, 2020 „Það er einmitt á svona erfiðum tímum sem hlutverk líkamsræktarstöðva verður enn stærra og mikilvægara.“ Tryggvi er kennari hjá Bjargi og nefnir námskeið fyrir fólk eldri en sextugt sem yfir hundrað manns sækja. Skorar á stjórnvöld að beina aðgerðum að hættusvæðum „Gersamlega frábær hópur sem brosir yfirleitt hringinn og nærir sálina með spjalli og kaffisopa fyrir og eftir tímann sjálfan. En vegna þessara smita fyrir sunnan á að loka á þennan hóp en samt er alltaf verið að brýna fyrir okkur að við verðum að passa upp á að þeir sem eldri eru einangrist ekki!!!!“ Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri.Bjarg Með auknu atvinnuleysi versni andleg líðan fólks. Skammdegisþunglyndið fari að banka á dyrnar. Ráð til fólks í þeim efnum sé að hreyfa sig. „Búseta á Íslandi er þannig að það er virkilega auðvelt að herða aðgerðir eftir landshlutum. Það að stjórnvöld ætli sér að láta það sama yfir allt landið ganga er gunguháttur og getuleysi,“ segir Tryggvi. Hann skorar á stjórnvöld að þeirra hertu aðgerðir beinist að hættusvæðum, þ.e. höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður tekur undir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan rýnir sömuleiðis í tölurnar. Hann segir 23. sinnum líklegri að einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu sé í einangrun vegna COVID19 en einstaklingur sem býr á Norðurlandi eystra eða Austurlandi. „Það hefur verið í umræðunni að koma upp litakóðakerfi með svipuðu hætti eins og við þekkjum í tengslum við veðurspár Veðurstofunnar. Kerfi þar sem hægt væri að eiga við veirufjandann á hverju landsvæði fyrir sig,“ segir Njáll. Njáll reiknar hlutfallslegan fjölda smitaðra í hverjum landshluta miðað við gefinn heildarfjölda 100 þúsund.Njáll Trausti Hann deilir mynd sem sýnir hvernig smitfjölda er skipt eftir landshlutum miðað við íbúafjölda í hverjum hluta. 23 sinnum fleiri eru hlutfallslega smitaðir á höfuðborgarsvæðinu en á Norðurlandi eystra samkvæmt útreikningum Njáls Trausta. „Það er hætt við að það inngrip sem nú stefnir í á mánudaginn sé býsna hart og mikið miðað við stöðu mála á Norðurlandi eystra og Austurlandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilsa Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Funda um skólahald á morgun Menntamálaráðherra mun funda á morgun með skólameisturum og rektorum á mennta- og háskólastigi. 3. október 2020 20:03 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. Vissulega sé smitbylgja á höfuðborgarsvæðinu en fásinna sé að loka líkamsræktarstöðvum í landshlutum þar sem smit hafi varla mælst. Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Börum og líkamsræktarstöðvum verður meðal annars lokað en sundlaugar opnar með takmörkunum. Þetta er niðurstaðan eftir að 61 smit greindist í gær. Sentimetri af snjó beið Akureyringar þegar þeir vöknuðu í morgun. Það er margt ólíkt með Akureyri og höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.Vísir/Tryggvi Páll 652 eru í einangrun hér á landi með Covid-19 en þar af eru 547 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Suðurlandi, 27 á Vesturlandi og 18 á Suðurnesjum. Þrír eru í einangrun á Norðurlandi eystra og jafnmargir á Norðurlandi vestra. Hvaða fásinna er í gangi? „Það hefur varla farið fram hjá neinum að smitum hefur fjölgað til muna síðustu 2 vikur, á höfuðborgarsvæðinu! Smit á norðurlandi vestra- eystra og austurlandi hafa varla mælst. En samt á að loka líkamsræktarstöðvum á öllu landinu, hvaða helv. fásinna er í gangi? Maður situr eftir með fullt af spurningum og reiði í kollinum,“ segir Tryggvi Kristjánsson, einn eiganda líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri. Mér finnst það hreinlega ósanngjarnt að Akureyringar og aðrir í áðurtöldum landshlutum eigi að gjalda fyrir þann slóðaskap sem hópur fólks fyrir sunnan hefur sýnt með því að hlýða ekki fyrirmælum Pistill Tryggva á Facebook hefur vakið mikla athygli og greinilega margir á landsbyggðinni sem tengja við skrif hans og eru sammála. Tryggvi segir lokun líkamsræktarstöðva svo mikla skerðingu á daglegri rútínu margra og jafnvel grunnþjónustu. Ég er svo reiður, svo ótrúlega reiður og sár. Nú stefnir í að líkamsræktarstöðvum um allt land verði lokað eftir helgi...Posted by Tryggvi Kristjánsson on Saturday, October 3, 2020 „Það er einmitt á svona erfiðum tímum sem hlutverk líkamsræktarstöðva verður enn stærra og mikilvægara.“ Tryggvi er kennari hjá Bjargi og nefnir námskeið fyrir fólk eldri en sextugt sem yfir hundrað manns sækja. Skorar á stjórnvöld að beina aðgerðum að hættusvæðum „Gersamlega frábær hópur sem brosir yfirleitt hringinn og nærir sálina með spjalli og kaffisopa fyrir og eftir tímann sjálfan. En vegna þessara smita fyrir sunnan á að loka á þennan hóp en samt er alltaf verið að brýna fyrir okkur að við verðum að passa upp á að þeir sem eldri eru einangrist ekki!!!!“ Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri.Bjarg Með auknu atvinnuleysi versni andleg líðan fólks. Skammdegisþunglyndið fari að banka á dyrnar. Ráð til fólks í þeim efnum sé að hreyfa sig. „Búseta á Íslandi er þannig að það er virkilega auðvelt að herða aðgerðir eftir landshlutum. Það að stjórnvöld ætli sér að láta það sama yfir allt landið ganga er gunguháttur og getuleysi,“ segir Tryggvi. Hann skorar á stjórnvöld að þeirra hertu aðgerðir beinist að hættusvæðum, þ.e. höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður tekur undir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan rýnir sömuleiðis í tölurnar. Hann segir 23. sinnum líklegri að einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu sé í einangrun vegna COVID19 en einstaklingur sem býr á Norðurlandi eystra eða Austurlandi. „Það hefur verið í umræðunni að koma upp litakóðakerfi með svipuðu hætti eins og við þekkjum í tengslum við veðurspár Veðurstofunnar. Kerfi þar sem hægt væri að eiga við veirufjandann á hverju landsvæði fyrir sig,“ segir Njáll. Njáll reiknar hlutfallslegan fjölda smitaðra í hverjum landshluta miðað við gefinn heildarfjölda 100 þúsund.Njáll Trausti Hann deilir mynd sem sýnir hvernig smitfjölda er skipt eftir landshlutum miðað við íbúafjölda í hverjum hluta. 23 sinnum fleiri eru hlutfallslega smitaðir á höfuðborgarsvæðinu en á Norðurlandi eystra samkvæmt útreikningum Njáls Trausta. „Það er hætt við að það inngrip sem nú stefnir í á mánudaginn sé býsna hart og mikið miðað við stöðu mála á Norðurlandi eystra og Austurlandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilsa Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Funda um skólahald á morgun Menntamálaráðherra mun funda á morgun með skólameisturum og rektorum á mennta- og háskólastigi. 3. október 2020 20:03 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00
Funda um skólahald á morgun Menntamálaráðherra mun funda á morgun með skólameisturum og rektorum á mennta- og háskólastigi. 3. október 2020 20:03
Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17