Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2020 22:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34