Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2020 07:01 Nokkrir stólar eru nú þegar komnir á nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli. Vísir/Tryggvi Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“ Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30