Innlent

Í sex vikur veikur í farsóttarhúsi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhúsanna
Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhúsanna Vísir/Einar

Metfjöldi hefur verið í farsóttarhúsunum síðustu daga eða um sjötíu manns. Sá sem lengst hefur þurft að dvelja þar sökum veikinda var þar í sex vikur.

„Staðan er þannig að það eru um sjötíu gestir hjá okkur í húsunum. Voru nálægt áttatíu í gær. Við höfum aðeins náð að útskrifa fólk og vonandi ná þeir nú að útskrifa aðeins fleiri núna í dag eða á morgun en það er stanslaus straumur svo sem inn í húsið líka þannig að þetta er svona alltaf á þessu bili um sjötíu manns sem eru hjá okkur,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttahúsanna.

Hann segir aldrei fleiri hafa dvalið í farsóttahúsunum en þessa dagana. Álagið sé meira nú en í fyrri bylgjum. „Þetta er það mesta sem verið hefur.“ Jafnframt sýni fleiri sem dvelji í húsunum nú einkenni en áður.

Þá segir Gylfi Þór algengt að fólk dvelji í farsóttahúsunum í um tvær vikur vegna veikinda. „Flestir eru nú hjá okkur í tvær vikur en við höfum haft gest sem var hjá okkur lengur, allt upp í sex vikur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×