Enski boltinn

Önnur stór­stjarna Eng­lands­meistaranna með kórónu­veiruna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mané verður ekki með Liverpool á næstunni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Mané verður ekki með Liverpool á næstunni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. EPA-EFE/Phil Noble

Sadio Mané, leikmaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna og mun ekki leika með liðinu í næstu leikjum. Félagið sjálft greindi frá þessu nú í kvöld.

Mané er annar leikmaður liðsins sem greinist með kórónuveiruna á skömmum tíma en spænski miðjumaðurinn Thiago Alcântara er einnig í einangrun eftir að hafa greinst nýverið.

Mané hefur byrjað tímabilið vel, líkt og allt lið Englandsmeistaranna sem er með fullt hús stiga. Hafði hann skorað þrjú mörk í þeim þremur leikjum sem liðið hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. 

Ljóst er að Mané mun missa af næstu leikjum en Liverpool mætir Aston Villa á útivelli á sunnudaginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×