Erlent

Rússneskur ritstjóri lést eftir að hafa kveikt í sér

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Irina Slavina, ritstjóri, bað fylgjendur sína að kenna rússneskum stjórnvöldum um dauða sinn.
Irina Slavina, ritstjóri, bað fylgjendur sína að kenna rússneskum stjórnvöldum um dauða sinn. Facebook/Irina Slavina

Irina Slavina, ritstjóri KozaPress, lést eftir að hafa borið eld að sér. Staðarmiðlar segja Slavinu hafa komið sér fyrir á bekk fyrir utan skrifstofu innanríkisráðuneytisins í borginni Nizhniy Novgorod, og lagt eld að klæðum sínum.

Stuttu áður en Slavina lést hafði hún skilið eftir orðsendingu til vina, ættingja og fylgjenda á Facebook.

„Ég bið ykkur um að kenna rússneskum stjórnvöldum um dauða minn.“

Síðasta þriðjudag sagði Slavina frá því að rússneska lögreglan hefði brotist inn í íbúðina hennar og lagt hald á fartölvur allra meðlima fjölskyldunnar, þar á meðal dóttur hennar. Lögreglan sagðist leita að gögnum sem tengjast samtökum að nafni Opið Rússland sem berjast fyrir auknu lýðræði.

Atvikið náðist á myndband en þar sést karlmaður hlaupa að Slavinu og reyna að koma henni til bjargar án árangus.

Einkennisorð miðilsins sem Slavina stýrði voru „fréttir og greining“ og „engin ritskoðun“.

Haft er eftir Natalia Gryaznevich, vinkonu Slavinu, að fréttirnar fái þungt á hana. „Ég veit að hún áreitt, handtekin og sektuð ítrekað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×