Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 15:32 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent